Færsluflokkur: Bloggar

Flottur Cortes.

Það kæmi mér á óvart, ef Garðar Cortes færi ekki langt þarna og ég ætla að veðja á að kallinn vinni til þessara verðlauna. Hann væri enda vel að þeim kominn og hefur safnað að sér aðdáendum víða og sérstaklega í Bretlandi. 
mbl.is Plata Garðars tilnefnd til Brit-verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laus við Íslendingana.

Nú blómsrar Pulis og allt gengur honum í hag í 1. deildinni og allt útlit fyrir að hann sé að koma Stoke upp í úrvalsdeild. En hvort það er vegna þess að hann er laus við Íslendinga eða þrátt fyrir að þeir séu farnir frá liðinu skal ósagt látið, en þetta er gott mál.

Hef alltaf taugar til Stoke síðan ég fór þar á eftirminnilegan leik fyrir nokkrum árum, þegar liðið var undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.


mbl.is Pulis valinn stjóri febrúarmánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spældur Gerrard.

Eðlilega, Gerrard er keppnismaður mikill og þykir sjálfsagt ekki sniðugt að vera að lenda í þeirri stöðu að vinna jafnvel engan titil? það er ekki gamanmál fyrir mann af hans gæðum. En hann getur nú bara við sjálfan sig sakast, hann gæti verið að spila í hvaða liði í Evrópu sem væri, jafnvel Man Utd....Wink
mbl.is Evróputitill yrði Gerrard ekki næg sárabót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Villi.

Hann slær ekki vindhöggin hann Vilhjálmur Bjarnason. Ég verð nú að segja það, að mig furðar á því að hann skildi koma þessari tillögu í gegn. Það segir okkur hvílíka vigt hann og það sem hann leggur til hlutanna hefur. Þetta eru góð tíðindi fyrir annars afar réttindalitla minnihluthafa í hvaða félagi sem er hér á landi.

Þyrfti að hitta Villa, mig vantar ráð vegna glæpsamlegs yfirgangs í almenningshlutafélagi....Angry


mbl.is Þóknanir til stjórnarmanna SPRON lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gefur auga leið.

Ég held að enginn geti verið í vafa um það, að gefi krónan hressilega eftir er voðinn vís. Það kostar verðbólguskot og allt í uppnám og er auðvitað ástæða þess að við sitjum uppi í vaxtaokrinu og við komumst ekki úr þessari "bóndabeygju".

En það er nú ýmislegt leggjandi á sig fyrir handónýta flotkrónu, er það ekki?


mbl.is Gengislækkun gæti gert vandann enn verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalegt komment.

Það verður ekki annað sagt en að hér er reitt hátt til höggs. Ekki veit ég svosem hvað liggur að baki, en mér finnst nú að það þurfi að liggja eitthvað á borðinu þegar menn taka svona stórt uppí sig. Trúi að þetta geti haft afleiðingar áður en líkur, ef ekki er brugðist hraustlega við...
mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytir það einhverju?

Ég get ekki séð að það breyti einhverju hverjum hann hugsaði þessi ummæli. Það er allavega ljóst hverjir taka þau til sín og það er trúlega akkurat það sem drengurinn ætlaðist til. Vöðvatröllin ólmast eins og bestíur yfir þessu svo það hefur greinilega hitt í mark. En núna er þetta orðið gott af bulli rugludalla, það hefur enginn áhuga fyrir þessu lengur.
mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að koma hjá mínum mönnum!!

Þetta er allt á réttri leið greinilega. Nú er Hamilton reynslunni ríkari og þeir verða öflugir í ár, ef bíllinn stendur sig..... Áfram McLaren.....Cool
mbl.is McLaren með tvo efstu menn í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Doddson lætur ekkert koma sér á óvart.

Það er nú svo einfalt, hann er með þetta allt á tæru og þarf hvorki ráð né vit neinstaðar frá. Það er nú munur að vera maður og míga standandi.
mbl.is Hækkunin kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband