Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Hann þarf ekki að biðja neinn afsökunar þessi piltur.

Kjartan Gunnarsson heitir hann þessi og er aldeilis ekki á þeim buxunum að biðja nokkurn mann afsökunar á einu eða neinu. Það er þó mála sannast, að engin skepna í þessu landi hefur lagt annað eins á þessa þjóð sem þeir landsbankafurstar. En Kjartan er forhertur skratti og eins og JBH sagði réttilega, ósvífinn með endemum. En merkilegt nokk, ég sé hvergi kröfur frá "skrímsladeildinni" eða neinum öðrum um að hann eða fóstbróðirinn úr Seðlabankanum, (sem þó tapaði einhverjum 300 milljörðum með asnaskap) biðji nokkurn mann afsökunar?

mynd
Kjartan Gunnarsson Fréttablaðið/GVA

"Kjartan Gunnarsson, fyrrum bankaráðsmaður Landsbanka, vill í engu svara áskorun fjármálaráðherra um að hann biðjist afsökunar á þætti sínum í bankahruninu né ávirðingum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem birtust í gær.

„Já, heyrðu ég ætla ekki að eiga neitt viðtal við þig um það, sko," segir Kjartan. Spurður hvort hann telji ekki að fólk eigi að fá svar við þessu, segir Kjartan: „Þú heyrðir alveg hvað ég sagði, er það ekki?"

Hann svarar ekki, spurður hvort von sé á viðbrögðum frá honum á öðrum vettvangi. Kjartan neitar því að hann óttist að svara þessum spurningum.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra, furðaði sig á afstöðu Kjartans í Morgunblaðinu í gær. Í stað afsökunarbeiðni, kjósi Kjartan að gera hróp að þeim sem hreinsi upp eftir hann.
"


Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband