Rétt aðferð við úðann?

Ég er nú svo einfaldur, að ég var (og er) þeirrar skoðunar að þessi úði og margt fleira sé VARNARBÚNAÐUR en ekki ÁRÁSARBÚNAÐUR. Það var ekkert sem réttlætti framgöngu og árás lögreglu við Rauðavatn. Það er nákvæmlega sama hvað þeir reyna að hamra járnið, flestir eru þessarar skoðunar og ég held að það þurfi eitthvað að skoða hvað er verið að kenna í þessum lögregluskóla, ef menn eru að koma þaðan stórskemmdir og að því er virðist algerlega sturlaðir, sumir hverjir að minnsta kosti.
mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Hafsteinn ! haltu bara áfram að vera einfaldur en svo þú vitir að það er í verkahring lögreglu að halda umferðinni gangandi og fylgjast með henni allann sólarhringinn. Lokist umferðaræð svona fyrirvaralaust þá verður lögregla að ganga í málið strax og opna hana eins fljótt og auðið er og þetta er líka hagsmunamál fyrir fólk sem vill eyða sem mestum tíma í eitthvað annað en að sitja og horfa á einhverja heimta hitt og þetta á erfiðum tímum.

Jónas Jónasson, 28.4.2008 kl. 09:13

2 identicon

Æi greið mitt vertu ekki að þessu væli! Hvað er þetta í fólki?? Hvaða ofbeldis tal er þetta? PIPARÚÐI! Er það ofbeldi? Hvernig ætlaru að væla ef það verður notaðar gúmíkúlur eða vatnsbyssur?

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jónas það var ekkert í aðstæðum þarna sem gaf tilefni til svona þrælundirbúinnar aðgerðar með árás á fólk, ekkert. Það var ekki einu sinni eins og það væri lokað fyrir umferð og það hef ég frá fólki sem fór um. Umferð lokaðist ekki fyrir fyrr en lögreglan hóf sínar aðgerðir til að "opna" fyrir umferð.

Ég lít á það sem ofbeldi Óli, að ráðast að óvopnuðum hópi fólks með varnarbúnað og beita honum til árásar og ég er sammála þér um það, að gúmíkúlur og vatnsbyssur gegn óvopnuðum almenningi er hættulegur búnaður í höndunum á viðvaningum sem haldnir eru mikilmennskuæði einhverskonar.

Það á ekki setja vopn í hendurnar á óvitum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 09:27

4 identicon

Já þú ert einfaldur, flestir eru þeirrar skoðunar

Eigum við ekki bara að leyfa sturluðum vörubílstjórum að sjá um að halda uppi lögum og reglu í landinu. Skv. þér þá mega þeir gera það sem þeir vilja, þar sem þeir vilja, en lögreglan á bara að hlýða og ekki vera með múður.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:30

5 identicon

Jæja allt í lagi. Hvað á lögreglan að gera þegar svona gerist næst fræddu okkur um það? það er búið að vera að tala aftur og aftur við fólk og allt er orðið brjálað ekkert gengur að hemja fólk og það fjölgar í hópi mótmælenda og þeir eru farnir að henda grjóti. Hvap ætlar þú að gera? þú ert yfirmaður lögreglu á staðnum. Svarðu þessu.

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:48

6 identicon

Skil ekki hvað sumir eru orðnir miklir aumingjar á íslandi! kvartandi yfir að löggan sé of hörð! hvað á hún að gera við þessa kolbrjáluðu mótmælendur? Syngja vöggusvísur!? Þessir sömu sem eru kvarta yfir löggunni ætlast á sama tíma til þess að löggan komi og hjálpi þeim þegar á bjátar en kvarta síðan þegar að löggan gerir eitthvað við því sem þeir eru ekki sammála og láta öllum illum látum eins og smákrakkar því að hlutirnir eru ekki 100% eins og þeir vilja hafa þá.
Þessi Sturla á nú greinilega bara bágt af framkomnu hans að dæma og þarf frekar að vera að leita sér hjálpar en að vera að standa í að espa fólk upp til óláta.

Gott að sjá samt að það eru einhverjir með viti á klakanum.
Hérna má sjá hvernig lögreglan í Danmörku "taklar" þeirra lýð...
http://www.youtube.com/watch?v=Rz_c0PdSCFY

Þeir þurfa að kæfa svona læti í fæðingu...annars fer bara illa og það hafa þeir alltof góða reynslu af (hversu illa hlutirnir geta farið)
http://www.youtube.com/watch?v=PJBP1YVNz7s

Ekki að ég sé að segja að mótmæli bílstjóranna séu eins og í þessu síðara myndbandi en ef fólk kemst upp með hluti (eins og bara með lítil börn) þá færa þau sig meira og meira upp á skaftið. Byrjuðu þessi mótmæli t.d ekki hægt og rólega og löggan lét þá í friði jafnvel þegar að þeir byrjuðu að vera með læti og dónaskab.

Íris (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:16

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég mundi gefa þeim tóbak í nefið en ekki piparúða. Það virkar mun betur að öðru leiti vísa ég til þess sem ég hef sagt hér að ofan. Ég veit að árásargjarnar löggur með mikilmennskuæði eru ekki sammála en við því er ekkert að gera. Ég vil heldur vera í friðsamari hópnum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 10:19

8 identicon

Hvað á að gera? Neftóbak? Það var nú reynt! Það var talað við þá aftur og aftur enn það virkaði ekki! Eru menn með lausn hérna?  Piparúði er EKKI táragas hann er mikið mildari. Hefðu menn viljað sja táragas frekar? nu eða kylfunum beit meira? eða kannski gúmíkúlur! hefðu menn viljað það? Hugsa gott fólk hugsa

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:43

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ef tilgangurinn var að stöðva truflun á umferð (sem engin var eins og margoft hefur komið fram)þá fóru þeir einfaldlega algerlega í rassgatið á hlutunum og gerðu þarna allt með öfugum klónum sem aftur lokaði veginum alveg að þarflausu allan daginn. Algerir aular og amatörar sem ekkert hafa við vopn að gera, svo einfalt er það nú Óli minn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 11:49

10 identicon

Þeir treystu sér ekki til að opna fyrr enn að það var búið að koma á ró enda var fólk á og við götuna. Enn svarðu nú þessu Hafsteinn. Nú ert þú stjórnandi á vetvangi. það er mikill hópur fólks saman komin og menn eru æstir. Það er hent grjóti að lögreglu og menn eru mjög æstir og nú er farið að fjölga í hópnum og menn farnir að nota logandi olíu sem þeir úða að þér og þínum mönnum og núna fær einn grjót í höfuðið. Hvað ætlaru að gera?

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:06

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú vilt bara ekki skilja hvað ég er að segja Óli, ekkert af því sem þú nefnir hér gerðist fyrr en eftir að lögreglan hleypti þessari samkomu upp með ofbeldisfullum og ógnandi aðgerðum, þannig að þeir bera á þessu alla ábyrgð frá upphafi.

Þarna var ekkert að gerast sem gaf tilefni til að mæta með allt þetta lið auk sjúkrabíla, slökkviliðs, þyrlu og nefndu það bara. Menn komu, fullkomlega að ástæðulausu, með árásarlið á vettvang. Punktur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 12:43

12 identicon

Jú ég skill þig vel. Svona var staðan. Þeir höfðu yfirgefið bílana og læst þeim lika og neituðu að færa þá. Hvað átti að gera? það var reynt að tala við þá,virkaði ekki. Hvað hefðir þú gert í þeirra sporum? látið bara vera lokað þarna framm undir kvöld? Og hvernig hefðir þú svo brugðist við grjótkasti og logandi WD40? Hefuru velt því eitthvað fyrir þér hvernig löggan sem fékk grjót í hausinn hefur það núna?

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:37

13 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég réttlæti ekki grjót- eða eggjakast, það er á hreinu.

Það var nú ekki mikið vit í að ráðast á bístjórann sem var á leið í bílinn, fimm saman og djöfla honum í járn? Ætli hefði ekki verið heppilegra að láta hann drattast í bílinn og keyra á brott?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband