Færsluflokkur: Bloggar

Það virðist nú sanngjarnt.

Það er nú varla hægt að vera undrandi á því þó almenningur sé á þeirri skoðun, að stóriðja skuli greiða sjálf fyrir sína mengunarkvóta. Enda verður ekki annað séð en að allt muni færast til þeirrar áttar.
mbl.is 95% telja að stóriðja eigi að greiða fyrir mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuþjófur.

Það verður ekki lítið hjá honum að borga þessum. Miðað við refsingar vatnsþjófa þarna fyrir norðan og vodkaþjófa hér sunnan heiða þá fær hann laglega summu í hausinn, en hann sleppur við grjótið, sennilega ekki síbrotamaður.
mbl.is Dró sér 12.900 lítra af olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Oft má salt ket liggja"

Eins og maðurinn sagði. Það er bara þannig, að alveg sama hvað dómarinn er vonlaus, það má ekki slátra honum af hliðarlínunni og það veit auðvitað Ferguson manna best. Hann hefur örugglega vitað alveg frá því hann missti sig við dómarann að hann fengi svona straff.
mbl.is Ferguson játar sekt sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð öruggt.

Það er nokkuð víst að Móri væri góður kostur fyrir Englendinga og ekki ólíklegt að til hans verði horft, það finnst mér afar líklegt. það eru ekki margir af hans tagi á lausu heldur. Móri hefur reyndar neitað svona sögusögnum en það er ekkert að marka það...
mbl.is Ashley Cole: José besti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur Sóley.

Það er með ólíkindum að geta fundið sér það til dundurs að nöldra yfir þessari nýbreytni Hagkaupa. Já og kalla það "gamaldags viðhorf". Ég sé ekkert gamaldags við þessa nýbreytni og er viss um að margir dröslast frekar í búðina fyrir bragðið, vitandi af að hægt sé að setjast niður, ef þeir (eða þær) eiga ekki erindi í einhverja deildina, sem hinn aðilinn þarf að erinda í. Það dregur mig ekki þangað en mér finnst þetta ágætt mál fyrir þá sem þurfa...

 


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggingafélögin.

Það er alveg klárt og um það vitna ótal skeinur sem fólk hefur fengið af hendi þessara félaga, að sumt af þeim vinna eins og hreinir gangsterar og koma sér endalaust hjá að bæta það sem þeir eiga að bæta. Ég hef hinsvegar alltaf gengið sáttur út frá mínu fólki hjá TM. Þó iðgjöldin af t.d. mótorhjóli sem er allt of lítið hreyft og vélsleða sem er enn minna hreyfður vegna endalausra rigninga mættu vera sanngjarnari...Smile
mbl.is Íslendingar óánægðir með tryggingafélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn er Tannlæknir.

Þannig að það má ekki vera með neitt óðagot, hann þarf að fá sinn vinnufrið maðurinn. Það er ekki eins og hann hafi stolið Vodkapela, þetta er miklu merkilegra og sennilega fær hann engan dóm. Hann kannski leiðist útí að borga TR einhverja glyrnu í bætur. Hann hefur hvítan flibba....Shocking
mbl.is Grunur um 200 milljóna króna svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugur fortíðar.

Hér birtist gamla "Frystihúsaíhaldið ", endurvakið árið 2007, í sparifötunum, eins og það nú reyndist við skiparekstur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta útboð æxlast, en ef allt fer fram eins og maður mundi halda, þá ættu sérhæfð fyrirtæki í skiparekstri að hafa það forskot sem dygði   ...en...maður veit aldrei???..Cool
mbl.is Fjórir fá að bjóða í rekstur Bakkafjöruferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður bisnissmaður Jón.

Hann gerir hinsvegar ekki annað á meðan, en hann selur Kananum hausapestina sem "heilsufyrirtækið" Lýsi hf. framleiðir hérna í Þorlákshöfn. Eins gott að þetta séu bara myndir sem hann er að selja  ferskleikann útá, fremur en að hann þurfi að draga kaupendur mikið með sér í nágrenni Lýsis.....Frown
mbl.is Icelandic Glacial vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Axel kallinn...

Ætlar að verða drjúgur við að fylla uppí hérna á síðunni í dag, eins og í gær. Það er auðvitað fréttaefni þegar skip strandar og jafnframt þegar það flýtur aftur. Það fer hinsvegar að verða lítið eftir til að segja frá þegar málið hefur verið í beinni á annan dag. Dælur eða ekki dælur, Axel flýtur og ætlar til Akureyrar og þar verður sett í rifuna. Þar með er málið dautt. Fáum við kannski viðtal við skipverja við hverjar tíu mílur á leiðinni til Póllands? 
mbl.is Axel siglt til Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1459

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband