Færsluflokkur: Bloggar

Raikkonen...

...hefur nú sjálfsagt ekki gert ráð fyrir að keppnin yrði eins djöfull snúin eins og hún er núna....Smile
mbl.is Räikkönen sér fram á erfiða keppni þrátt fyrir ráspólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja....

...það er búið aðsetja fréttina rétta inn....Grin

Lokaæfingu fyrir tímatökuna????

Hvaða bull er hér í gangi? þegar þetta er sett inn er lokið tímatökum fyrir kappaksturinn á morgun og Raikkonen er efstur og þá Alonso. Hamilton er í 10 sæti, lenti í slysi og kláraði ekki tímatökuna.
mbl.is Räikkönen fljótastur í tímatökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn virkilega....

...að spara sér að setja upp jafn einfalda hluti og gasskynjara? Ég sé ekki alveg hvernig svona á að geta skeð ef það er verið með skynjara, auðvitað geta allir hlutir bilað og jafnvel skynjararnir, en þeir ættu samt að vera allstaðar þar sem er verið með gas.
mbl.is Húsbíll fylltist af gasi og sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar.

Ég hef skrifað um þetta áður á þessum vettvangi og get endurtekið það, að þjóðerni þeirra sem brutu af sér þarna þjónaði engum tilgangi í fréttunum, öðrum en að byggja upp fordóma. Svona vinnubrögð þarf að varast og gera heldur í því, að uppfræða fólk einhvernveginn öðruvísi en í gegnum fjölmiðla, með alla þjóðina á bakinu á viðkomandi. Ekki undarlegt þó einhver léti í sér heyra útaf þessu, raunar vonum seinna. Það er vert að þakka það.


mbl.is Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Íþróttafrétt"

Vísir, 20. júlí. 2007 18:53

"Fiski ekið þúsund kílómetra til vinnslu á Þingeyri"

"Fiskur sem er unninn á Þingeyri er veiddur úti fyrir austfjörðum og fluttur landleiðina meira en þúsund kílómetra. Forkólfar Vísis hf. á Þingeyri segja úrslitaatriði að bæta vegakerfið á Vestfjörðum til að tryggja gæði hráefnis.  Forvígismenn Vísis hf. vinna upp kostnað við flutningana með verkþekkingu og afköstum á Þingeyri"

Hér er hluti úr frétt af VÍSI.is í dag. Hún lýsir vel ruglinu sem viðgengst í sjávarútvegi landsmanna og um leið getur hún skýrt það sem Hinrik á Flateyri hefur verið að kljást við.

Þessir gríðarlegu flutningar sem kosta tugi króna á kg. fiskjar eru framkvædir í krafti þess að viðkomandi útgerð, í skjóli ónýtrar sjómannaforustu, kemst upp með að taka þennan afla í land á verði sem nemur u.þ.b. helmingi markaðsverðs í landinu. Þ.e. fyrir þorsk hafi verið greitt c.a.  krónur 130-140 og markaðsverð sé þá 270 kr., sem er það verð sem Hinrik þurfti að punga út með í næsta firði. Þetta er það sem við er að kljást hjá vinnslu víða um land og svo í krafti þessara yfirburða mæta þessir gæjar á markaðinn og taka fiskinn á verði sem enginn skilur en það byggist á þessum fimleikum. Þetta hefur sem sagt lítið með verkþekkingu að gera, heldur þekkingu á verkalýðsforingjum....Angry


Skarkolastofninn.

"Lítið um skarkola í Flóaralli"

20.7.2007

"Lítið veiddist af skarkola í Flóaralli sem fram fór 9. og 11. júlí ólíkt því sem fiskifræðingar bjuggust við. Sandkolastofninn er hins vegar í lægð og því kom ekki á óvart að þótt veiði á sandkola hefði verið treg, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir að sandkolaveiði á þessum árstíma hefði ekki alltaf gefið rétta mynd af gengd hans í Faxaflóa. Sandkoli gengur almennt seinna á svæðið og því engin ástæða til að oftúlka litla veiði á honum. Skarkoli er aftur á móti að öllu jöfnu genginn inn í Faxaflóa um þetta leyti og því kom á óvart hvað skarkolaaflinn var lélegur. Skarkolinn var líka almennt mjög smár og lítið um stóran fisk. ,,Satt besta að segja var þetta bara reytingur og það vantaði allan kraft í veiðarnar nema þá í einu kasti rétt úti af Garði á svæði sem er kallað Bót. Ég hef enga skýringu á þessum litla afla en vona að skarkolastofninn sé í betra ásigkomulagi en kom fram í rallinu,“ sagði Jónbjörn Pálsson. "

Hér er frétt af Skip.is í dag hvar fram kemur að það komi mjög á óvart hvað lítið fékkst af skarkola.

Ég man nú bara í fljótu bragði eftir neinum jákvæðum fréttum frá þessu fólki, til margra ára. Það er ævinlega viðkvæðið að það sé slæmt útlit og búist hafi verið við meiru o.s.frv. o.s.frv. Einu undantekningarnar hafa verið varðandi uppsjávarfisk, stöku sinnum, en alls ekki alltaf. Hefur komið fyrir þar líka að þeir komi í land og finni enga loðnu sem síðan gýs upp í kjölfarið. Hér þarf greinilega að breyta eitthvað til.

 


Þeir bræður...

...ætla ekki að sleppa þeim græðgisfélögum í "Eyjamönnum" úr prísundinni strax, þó ekki væri. Það er raunar með ólíkindum að "græðgismenn" skuli ekki vera búnir að gera bræðrum tilboð í þeirra hlut á einhverju vitrænu verði, til að losa sig úr bóndabeygjunni. Það væri nú eftir því að þeir græðgismenn misstu á þessu tökin og það væri þeim rétt í rassgat rekið fyrir rónaháttinn.
mbl.is Stilla framlengir samkeppnistilboð í Vinnslustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja...

...hvað ætli Kjartan vinur minn Björnsson segi um svona yfirgang? Þeir hljóta að vera búnir að spyrja hann álits, aðalmálið að þeir gefi lausan tauminn til að kaupa menn....Whistling
mbl.is Amerískur auðkýfingur að undirbúa tilboð í Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er greinilega ekki....

....tekið út með sældinni að vera ræðismaður Íslands á erlendri grundu þessa dagana. Þessu aumingja fólki er hinsvegar ástæða til að vorkenna og það er raunar grátlegt, að það skuli vera til þetta margir auðnuleysingjar til að fara um með skemmdarverkum hjá saklausu fólki...Shocking
mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband