Færsluflokkur: Bloggar

Það verður að segjast.

Að heldur eru þetta nú ógæfuleg andlit, að ekki sé meira sagt og vonandi að það verði bara samfangar og verðir sem fái að njóta þeirra....næstu hálfa öldina eða svo.
mbl.is Fjórmenningarnir dæmdir í lífstíðarfangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég trúi því.

Að margir verði fegnir þessu framtaki, orðnir langeygir eftir góðum kartöflum. Annars verð ég að segja þeim sem ég kaupi kartöflur hjá, (oftast Nóatún) til hróss að þeir hafa að minni reynslu ekki verið að bjóða nema góða vöru, þó það sé þetta áliðið.
mbl.is Fyrstu íslensku kartöflurnar teknar upp í Þykkvabæ í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru ótrúleg vandræði.

Í þessum líka "rigningarbælum" hér á Suðurlandinu. Hver hefði trúað því að maður þyrfti að vera hlaupandi um með slönguna á hverju kvöldi í margar vikur, það er von að elstu menn bresti minni...Cool
mbl.is Byrjað að spara vatn í Árborg vegna þurrka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki ...

sopið kálið og allt það......Andskoti svekkjandi fyrir alla sem að þessu koma, að eiga svona stutt í land. En það virðist liggja vel fyrir honum sjósundið.
mbl.is Þurfti að hætta þegar 2,4 km voru eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vigta skal..

...allan fiskafla slægðan við löndun, þetta hljómar gáfulega sýnist mér. Ég held samt að þeir séu ekki að meina þetta, þeir hjá Líú vilja nefnilega sér meðferð fyrir sína menn, þ.e. að vigta aflann þegar búið er að síga úr honum vatn í viku eða meira og þá í útlöndum. Það er nú eins og hægt sé að taka ályktanir frá svona fólki alvarlega..???Shocking

En þeir vita allt um það hvernig rétt vigt verður til svo ekki verði mismunun samanber vigtunina frá frystiskipunum þeirra.Angry


mbl.is LÍÚ: Allur þorskafli skal vigtaður eftir slægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er glæsilegt.

Og vonandi að framhaldið verði jafn gott, þá landar hann þessu með stæl og virðist mjög líklegur til þess.
mbl.is Benedikt hálfnaður yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikil....

....sjálfsbjargarviðleitnin víða á þessum stöðum, hvar lífið snérist um þorsk og rækju og kvótar hafa  skipt um aðsetur að mestu fyrir tilverknað fjármálastofnana. Það er vonandi að einhverjir geti framfleytt sér á þaranum þangað til settur verður á hann kvóti.
mbl.is Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er líklegt....

...að einhverjir sjómenn og fiskverkafólk fáist í vegagerð ef allt fer sem horfir, en útfærsla á verðlagningu aflans úr auðlindinni er nú kannski það sem mestu skiptir á endanum. Að allir sitji þar við sama borð og hafi sömu möguleika til að kaupa inn hráefni til vinnslu. Auk þess sem sjómenn á skipum stórútgerða enduðu uppi með sömu laun og fyrir skerðingu ef þeir fengju markaðsverð fyrir aflann.
mbl.is Vegaframkvæmdum fyrir 6,5 milljarða verður flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðagemsi.

Það er ekki ástæða til annars en að vona að Eggert nýtist þessi piltur til góðra verka, einhverntímann hlýtur hann að mannast, en sporin hræða það verður ekki annað sagt....Shocking
mbl.is West Ham kaupir Bellamy af Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó það nú væri?

Það væri nú meiri fyrringin ef hann væri að gera sér vonir um að blanda sér í slaginn á toppnum. Það er að verða alveg ljóst, að það er óravegur fyrir önnur lið til að geta komist nálægt Mc Laren og Ferrari.
mbl.is BMW gefst upp gagnvart Ferrari og McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband