Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er í gangi?

 "Skelfileg staða, segir verkalýðsforingi um rýmkun á útflutningi gámafisks"

Hér er fyrirsögn að frétt á "eyjunni" í gær og þetta neyðaróp, haft eftir Aðalsteini Baldurssyni verkalýðsforingja, er ekki að ástæðulausu. Nú verður hætt að reikna álag ofaná kvóta þess fiskjar sem fluttur er út beint frá veiðiskipi óvigtaður, já óvigtaður og óunninn. Í upphafi vega þegar álag var sett á þennan útflutning voru menn að vega upp á móti vigtarrýrnun í flutningi, vegna þess að fiskurinn tapar vigt frá löndun á Íslandi til löndunar í Grimsby og notuðu 5% til þess. En á síðari stigum var farið að nota álagið til að hegna fyrir útflutninginn og hefur síðan verið að rokka frá 10-20%.

Það er hinsvegar með hreinum ólíkindum að menn skuli vera að velta vöngum yfir þessari stöðu, hér er ekki nema einn virkilegur möguleiki og hann er sá að allur fiskur fari yfir einhverskonar uppboð. Það þarf bara að snúa þessari reglu við, þ.e. í dag er útgerðinni gert að setja inn á netið hvað þeir eru að fara að senda út þá vikuna, (sem oftar en ekki er gert þegar fiskurinn er kominn í skip á leið út) þetta er svona ein af þessum heimskulegu reglum, hugsuð til að hægt væri að setja inn tilboð sem sett er til að friða einhverja vinnslumenn, en getur aldrei gert þeim neitt gagn. Í þess stað þarf fiskurinn að bjóðast hér og ef útgerðinni finnst það verð sem er í boði ekki vera nægilega hátt þá, kaupir hún fiskinn og sendir hann út, óunninn.

Ég hef aldrei getað skilið hvað er svona flókið við svona aðgerð og það sjá auðvitað allir að svo er ekki. Heldur er verið að verja þarna einhverja hagsmuni útgerðarinnar?? Það, að það færi enginn fiskur óunninn úr landi, án þess að á hann væri kominn verðmiði og vigt mundi gjörbreyta stöðunni. T.a.m. höfum við séð síðustu tvær vikur smáýsu fara fyrir lægra verð í Hull og Grimsby en á mörkuðum á Íslandi og allir hrista hausinn og botna ekki neitt í neinu, því frá því verði þarf að draga kr. 50 pr.kg? Þetta verður til vegna þess að það var enginn verðmiði á fiskinum þegar hann fór og áhafnir skipanna fá skellinn með útgerðinni þegar uppboðið ytra klikkar.

Það er ekki nokkur vafi, að ef útgerðin væri gerð ábyrg fyrir sínum gerðum og fiskurinn fengi verð og vigtun við löndun hérlendis, þá væri búið að koma á þeim reglum sem dygðu til að Íslensk vinnsla mundi ná vopnum sínum í þessu máli, en til þess þarf sennilega fulltingi sjómannaforingja. Þegar kemur að þeim partinum er staðan vægast sagt döpur og Aðalsteinn þessi gerir ekki annað á meðan hann blæs lífi í þá forustu, en gangi honum allt í haginn í baráttunni.

Kannski er hér verðugt verkefni fyrir nýjan viðskiptaráðherra, að setja einfaldar, siðlegar og mönnum bjóðandi viðskiptareglur um höndlun á fiski í landinu? Ef honum tækist það þá væri hann búinn að koma sér á spjöld sögunnar ekki spurning, en það verður erfiður hamar að klífa og ekki víst að þeir sem eru þarna fyrir á fleti og telja sig vera að gæta hagsmuna útgerðar yrðu léttir í taumi.


Er ekki....

....alveg mígandi upplagt að hafa nettan mýrarboltavöll í nýja miðbæjarsvæðinu. Gæti verið magnað í garðinum fína, Sigtúnsgarðinum, viss um að ekki þyrfti að kjósa um svona hugmynd...Grin
mbl.is Mýrarboltamót á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru virkilega...

...þrjár vikur síðan kjáninn fór inn? Mér finnst ekki hafa liðið einn dagur án frétta af einhverju asnastriki, af bílnum hennar og gæslumanni hans ef ekki vill betur....Shocking
mbl.is París Hilton laus á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg grátlegt...

...þetta slys, þvílík sóun. Þrennt stórslasað eftir leikaraskap á götum borgarinnar. Hvað þarf eiginlega til að koma að unga fólkið sem er að koma út á göturnar fari að umgangast bíla með þeirri alvöru sem þarf? Ég er ekki að segja, að auðvitað er meirihlutinn ekki til neinna vandræða, en það er þessi minnihluti sem þarf að ná til með einhverju móti, það er alger nauðsin að stöðva þessa þróun...Crying
mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla rétt að vona...

...að það verði ekki farið að standa í einhverjum innflutningi á þessum lýð hingað til lands. Mér finnst algert lágmark að þeir sem dæma þá í grjótið sjái þeim fyrir gistingunni þann tímann, við höfum nóg af þessari tegund í grjótinu hérna og eigum ekki að vera að velta okkur uppúr því hvað þeir fá að éta í Brasilíu....Angry
mbl.is Íslendingur tekinn með fíkniefni í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér segir svo hugur...

....eftir að sjá þennan "elefant" í kastljósinu í gær að hann öðlist bara heimsfrægð á Íslandi. Ég held að einn eða jafnvel tveir auðkýfingar breyti engu þar um. Hann hefur hinsvegar endalaust sjálfstraust og það getur og hefur dregið hann talsvert, en ekki til heimsfrægðar trúi ég...Smile
mbl.is Geir á góða vini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alltaf...

....ánægjulegt þegar nýr bátur kemur til hafnar og það er ástæða til að óska eigendunum til hamingju með það nú.Smile þetta er samkvæmt lýsingunni afar öflugur bátur með 17 þúsund króka undir og ef ekki væri fyrir horfurnar í þorskveiðinni og leiguverð á veiðiheimildunum þá væri þetta glæsilegt dæmi, en gallinn er, án þess að ég viti um veiðiheimildir þessarar fleytu, að það á enginn af þessu afkastamiklu litlu bátum nægar heimildir til að halda þeim til veiða eins og hægt væri. Þetta eru tækin sem eru að skila topphráefni inní vinnslur þar sem þeirra nýtur við og eru afar hagkvæm í rekstri. En kvótakerfi Framsóknar og andskotans spyr ekki um hagkvæmni og því stefnir rekstur hagkvæmra tækja í óefni...Devil en togarar stórfyrirtækja sjá um að taka kvótann í land.


mbl.is Nýr fiskibátur til Húsavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð ekki í Víðidal....

...en ég fór Norður á Hafnarsand með hana Perlu í morgun, hvar hún komst í hamsa af úldnum hval sem ekki lyktar mjög vel núna. Það kostaði auðvitað baðferð fyrir tíkina með öllu tilheyrandi svo núna geislar hún af hreinlæti og snyrti"hundsku" eins og vera ber, ekkert síður en þessar í Víðidalnum. Hún hefur það hinsvegar fram yfir þær að hún er alveg einstök þ.e. það er ekki til annað eintak af henni. Vegna einstakrar geðprýði og snyrtimennsku er það auðvitað skaði fyrir einhverja aðra en okkur sem njótum samvista við hana, en sorry það er ekki annar svona einstaklingur, engin ættbók eða fjöldaframleiðsla....Wink
mbl.is Yfir sex hundruð hundar til sýnis í Reiðhöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir allt talið....

....um að hann vildi hvergi vera nema hjá Arsenal og að þar vildi hann eyða ellinni og allt það? Það er gamla sagan með reykinn og eldinn, en þessari frétt var nú alveg búið að afskrifa að gæti verið fótur fyrir, en svona er það....engin veit sína ævina....
mbl.is Henry að öllum líkindum til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru vonandi...

...einhverjir fastir þarna núna sem hafa völd og áhrif til að reka í gang framkvæmdir við fleiri akreinar á þessum vegi. Þó ég sé ekki með því að segja að veginn þurfi að byggja þannig að hann taki við svona toppum en klárlega þarf að bæta við einhverjum akreinum, 2+2 eða 2+1 bara það sem fyrr virkar.
mbl.is Samfelld röð bíla frá Rauðavatni að Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband