Færsluflokkur: Bloggar

Það á bara...

....að gefa þessu einhverja daga eða vikur á vorin, eftir tilkynningar og auglýsingar til fólks og síðan á að hreinsa allan pakkann til Rauða Krossins, eða einhverra sem hafa virkilega þörf fyrir svona hluti til hjálparstarfa...Allir ættu að geta lifað sáttir með svoleiðis aðferðafræði...Wink
mbl.is Óskilamunir fyrir tugi milljóna í grunnskólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki að spyrja...

....að tjallanum, oftar en ekki með hjartað á réttum stað, frábært og eftirtektarvert framtak hjá þessum pjökkum sem fæstir hafa nú kynnst neinni örbyrgð eða vandræðum, (nema stundum því sem fylgir að eiga mikið af peningum) enda flestir búnir að vera hátekjumenn frá unga aldri, sem oft ruglar nú fólk í rýminu...Smile
mbl.is Leika launalaust fyrir enska landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki...

....vandi að setja sig í spor fólks á Austfjörðum sem talað er við í Mogga í dag. Gleðin og bjartsýnin sem kemur fram í þessum viðtölum er gríðarlega mikilvæg þessu landsvæði sem sennilega stæði frammi fyrir stórkostlegum flótta fólks ef ekki hefði komið til þessara framkvæmda. Það þarf ekki annað en að líta til Vestfjarða til að gera sér í hugarlund hvernig ástandið væri og það væri sennilega ekki betra á Austfjörðum núna, eins og ástandið er framundan í sjávarútveginum. Á hina hendina getum við verið öskufúl yfir virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka, sem eru grundvöllurinn að þessu öllu og þær skoðanir eiga fullan rétt á sér, en þetta er gamla sagan um að það verður ekki bæði sleppt og haldið....Woundering
mbl.is Álverið á Reyðarfirði opnað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú ekki...

....alveg að verða komið nóg af bulli í kringum þetta veruleikafyrrta stúlkugrey, þetta eru ekki orðið fréttir lengur og hafa kannski aldrei verið, oft á dag verið að velta heimsbyggðinni uppúr ruglinu og fylgst með hvenær hún fer að skæla og hvert hún horfir skælandi, þvílík andskotans lágkúra og bull....Shocking
mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alltaf...

....sama að frétta af Suðurnesjum um hverja helgi og eins og ég hef sagt áður, annað hvort eru þeir svona anndskoti eitthvað órólegir og illskeyttir þarna suður frá, eða að löggan er svona miklu duglegri en annarsstaðar að dæla út fréttum af slagsmálum og ofbeldi...?Shocking
mbl.is Fluttir á sjúkrahús eftir slagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alveg magnað....

...hvað margir afar og sérstaklega pabbar eru tilbúnir að bakka afkvæmin upp, oft á tíðum eins og þarna, óskráð ótryggð og próflaus, til að keyra eins og ekkert sé inni í bæjum og þéttbýli. Við sjáum þetta hér í Ölfusi þar sem vel hefur verið búið að þessari íþrótt sem hjólamennskan er, með því að setja undir þetta tvö svæði, annarsvegar í Jósefsdal og hinsvegar á Hafnarsandi. Það er aftur á móti svo undarlegt að það er allt loðið í hjólum puðrandi um allar fjörur, reiðstíga og göngustíga allt í kringum bæinn. Engu máli skiptir hvað er hengt upp af skiltum varðandi bann við þessari umferð, það er spólað allt í kringum draslið, svo það er ekkert sem kemur manni á óvart í þessum málum lengur.
mbl.is Veggjakrot, hnupl og ólöglegur afi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi árangur...

....á æfingu er nú varla annað en vísbending um að draslið sé í lagi. Í tímatökunum verða þeir að halda þessu striki...og ekki ástæða til að halda annað...Smile
mbl.is Alonso fljótastur á fyrstu æfingunni í Montreal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagmennskan...

....í fyrirrúmi, ekki ástæða til að ætla annað á þessum bæ. Eitthvað önnur hugsun gagnvart almennum hluthöfum en í græðgisvæðingu Vinnslustöðvarinnar á dögunum...Woundering
mbl.is Stjórn Actavis mælir ekki með tilboði Novator í félagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri nú lygi...

....ef maður segði að þetta kæmi á óvart, því það gerir það alls ekki og í sjálfu sér mjög eðlilegur gangur mála, að setja annan í forstjórasætið eftir að taka við stjórnarformennsku í FL Group í ofanálag.
mbl.is Jón Ásgeir hættir sem forstjóri Baugs Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1491

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband