Færsluflokkur: Bloggar

Mjög....

....góðar fréttir, ekki spurning að Hargraeves á eftir að styrkja liðið...Smile
mbl.is Beckenbauer staðfestir vistaskipti Hargreaves
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er...

....allt að gera sig á Þingvöllum og ekki líklegt að neitt komi þar uppá úr þessu sem blási af Þingvallastjórn. Ekki einusinni Staksteinahöfundur, hvað sem hann ruglar og rógber....Smile
mbl.is Fundur stendur enn yfir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Hinrik....

....telur tímabært að stjórnvöld móti sér stefnu í byggðamálum???? Hvað er hann að fara kallinn, er hann ekki nýbúinn að setja x við D og það er nú ekki á þeim piltum að heyra að það séu maðkarnir í mysunni hjá þeim og Einar Kristinn ver helvítis kvótaruglið eins og það er núna með kjafti og klóm....? Angry Hvað er hægt að gera í byggðamálum á Vestfjörðum annað en að mennirnir geti nýtt sín fiskimið....mér er spurn?
mbl.is Hluti af kvóta Kambs þegar seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er...

...talað um að 70% starfseminnar séu erlendis hver var að berja á einhverri útlendingafóbíu í sjávarútvegi hér? Ég hef sagt lengi að það breytir engu fyrir okkur hvort Samherji eða erlent stórfyrirtæki heldur á þessum veiðiheimildum sem þeir hafa, það fer ekkert minna af afrakstri Samherja úr landi núna heldur en ef það væri erlendur eigandi að því fyrirtæki. Held að kominn sé tími til að fólk skoði þessa hluti með opin augun, en ekki með gleraugu LÍjúgara á trýninu....Angry
mbl.is Samherji kaupir erlenda útgerð Sjólaskipa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er...

...vonandi að strákarnir hans Fergusons séu rétt innstilltir fyrir þennan leik eins og kallinn örugglega er. Þeir munu þurfa á því að halda í dag, það er ekki spurning, já nú duga engin vettlingatök...Cool
mbl.is Ferguson: Chelsea er eins og sært dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegar.....

....afleiðingar þessa guðsvolaða kvótakerfis. Undrið á Flateyri var þá ekkert undur eftir allt og er í raun bara risastór skuldapakki í kvóta keyptum yfir einhvert tímabil á sífellt hækkandi verði. Þessi mylla gengur á meðan alltaf er hægt að vera að kaupa og stækka og allt fer stöðugt upp. Á endanum er allt komið á tamp, engan kvóta að hafa nema á "geggjuðu" verði og þá kemst á ókyrrð í bankanum sem búinn er að fjármagna delluna.

Það eru ekki margir aðrir kostir, en að nota þennan topp sem er í kvótaverðinu núna og láta draslið flakka, engu skifta þessir kofar og aðrar eignir í landi og varla skip heldur, það er hægt að gera upp við bankann og halda þokkalegri stöðu með kvótanum og þá getur næsti farið að berjast um undir þessum rosalegu skuldum sem búið er að festa við þennan tiltekna kvóta....verði þeim að góðu....Crying


mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra væri nú...

....að hundvant fólk nái að greiða úr því sem samræma þarf, svo er hægt að setjast yfir það í restina hverjir setjast í hvaða stóla og hvar er hægt að sameina ráðuneyti, sem þeir vonandi bera gæfu til að standa við....Woundering
mbl.is Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móri...

....varð eftir í Bretlandi, í bili, en sennilega fær hann nóg af þeim á endanum og tekur á rás, með látum....Smile
mbl.is Hundur Mourinhos sendur til Portúgals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugglega....

....er styrkur í því fyrir ISG í komandi viðræðum að vita af þeim Jóni og Steingrími á hliðarlínunni skrafandi um vinstri stjórn, núna, eftir að vera búnir að slátra þeirri hugmynd sjálfir, með framkomu sinni hvor við annan og almennum asnagangi bæði fyrir og eftir kosningar...Shocking
mbl.is Jón Sigurðsson: Framsóknarmenn geta hugsað sér að Ingibjörg leiði viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband