Steingrímur er alltaf á vaktinni.

Þó ég hafi aldrei kosið hann Steingrím eða hans lið, get ég ekki annað en hrifist af eljunni í drengnum. Ef það er einhver í vinnunni af þessum þingmönnum og ráðherrum, þá eru það Steingrímur og Jóhanna og með hreinum ólíkindum að einhverjum skuli til hugar koma að þau séu í þessum slag til að vinna skemmdarverk á hagsmunum þjóðar sinnar.

En sumir eru bara svo blindir af pólitík og einhverri heift, að þeir sjá aldrei til sólar í ruglinu. Algerlega innisnjóaðir.


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessu get ég verið fullkolega sammála, þ.e. með vinnusemi Steingríms og Jóhönnu í þessu máli. Ábyrgðaleysi í tengslum við upphaf þessa máls og fyrstu samskipti ríkisstjórnar Geirs H. við Breta og Hollendinga einkenndust af hræðslu, skömmustukennd og síðan undirlægjuhætti. 

Síðan kom að ómerkilegast kafla þessarar raunasögu og enn stendur sá lestur yfir. Hann felst í linnulausum árásum kvikindanna sem alla, ég sagði alla ábyrgð báru á þessu skelfilega ástandi- á þá sem tóku við öllu dæminu og nú kallast landráðamenn í boði D og B með atbeina meðvitundarlausrar Samfylkingar á síðustu metrum helfararinnar. 

Það sem ég hef álasað vinstri stjórninni fyrir er hversu blind hún er á það að nú er komið að því að vinna að plani B. Þ.e. undirbúa greiðsluþrot sem mér sýnist blasa við innan fárra mánaða. Og þá skiptir máli að koma ekki flatur niður úr fallinu.

Árni Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég er svo aldeilis hissa - skynsamur bloggari ennþá til á moggablogginu. Ég flúði héðan fyrir mörgum mánuðum ásamt hundruðum annara bloggara. En gaman að sjá að einhver nennir ennþá að berjast við þennan auðvaldsspuna sem hér ræður ríkjum.

Þór Jóhannesson, 2.2.2010 kl. 15:43

3 identicon

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir Jóhönnu að þykjast vera dugleg að vinna fyrir okkur!? Ætli hún viti ekki meira en þið haldið sjálf verandi þáttakandi í hruninu ásamt samfylkingunni (Össur) og fleiri treystið þið þeim núna?! Þau komu okkur í þessa stöðu ásamt sjálfstæðisflokknum!! Gleymið þið því?! Ekki ég enda treysti ég krötunum ekki hef aldrei gert og mun aldrei gera!! Munið bara endilega eftir þætti kratana og hvernig þeir lugu fyrir hrun að allt væri í þessu líka fína lagi!! Nei takk kratana í burtu ásamt öllu hinu hrunruslinu þá fyrst er hægt að fara að vinna eitthvað?! Kratarnir standa í vegi fyrir eðlilegum vinnubrögðum útaf því að þeir komu okkur í þetta!! Drullan er svo langt uppá bak á þeim!!! Takk fyrir mig Kveðja Björn

Jóhann Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:06

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við stefnum beina leið í þrot!

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 16:49

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jóhann Björn er akkúrat dæmi um það sem ég var að tala um hér að ofan. Ég held að hann trúi því virkilega að Geir Harði og stjórnin hans hafi á einu og hálfu ári búið til þennan jarðveg? Heimskan ríður bara ekki við einteyming á þessum bænum.

Árni: Við erum algerlega sammála eins og oft áður.

Þór: Ég hef nú eiginlega yfirgefið snepilinn líka, svo rakst ég á fréttir þarna sem mig langaði til að koma með skoðun á..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.2.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband