Enn slær moggi upp frétt um aukið verðmæti.

En það veit auðvitað hvert barn og hefur fundið á eigin skinni, að gjaldmiðlar þeir sem aflinn er seldur í hafa hækkað um helming þannig að 16,6% hækkun verðmætis á sama tíma er ekkert minna en hrun.

Og auðvitað ef skoðað er verðmætið sem kemur inná þessar rosalegu erlendu skuldir sem á útveginum hvíla fer nú að kárna gamanið. En það er auðvitað gott ef moggi þeirra sægreifa sér bara ljós og birtu þarna, það ætti að gleðja okkur hin?


mbl.is Aflaverðmæti jókst á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að leifa mér að leika mér aðeins að stærðfræðinni hérna.

Ef við tökum dollarann sem dæmi(en innkoma í sjávarútvegi kemur reyndar ekki í dollurum), þá kostaði hann að meðaltali 87.86 kr. árið 2008 samanborið við meðaltal uppá 123.3 kr. árið 2009. Það þýðir að hann hafi hækkað að meðaltali uppá rétt rúm 40%.

Ef við reiknum nú aflaverðmætið frá 2009 yfir á gengi ársins 2008 þá er það rúmir 75 milljarðar króna, sem er fall uppá  um það bil 16 milljarða(um 21%). Sem er töluvert hrun.

En aftur á móti skulum við athuga að árið 2008 var síldarvertíð og loðnuvertíð, en ekki árið 2009 og það munar nú um minna.

Allar upplýsingar er hægt að fá á vef fiskistofu og seðlabanka íslands

Finnur Smári Torfason (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband