Auðvitað berum við ábyrgð.

Það er engin spurning, að þjóðin ber sameiginlega ábyrgð á að kjósa yfir sig íhaldsstefnu Davíðs og Hannesar í hverjum kosningum frá '91. Kjósendur á Íslandi sitja uppi með þessi vandræði og það virðist ekki vera mikil ástæða til vorkunnar, ekki er annað að sjá en að kjósendur mundu veðja aftur á sama hestinn, ef kosið yrði nú, svo þeim leiðist ekki gjaldþrotið?

Það er hinsvegar auðheyrt á fólki hér, að það hefur mikla samúð með Íslendingum og margir vilja ganga miklu lengra en stjórnin hér hefur gert. En hvað mun það endast lengi með málflutningi eins og hjá ORG í morgun, t.d. ??


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég tek ekki ábyrgð á því að hafa kosið þennan óskapnað yfir þjóðina, enda hef ég aldrei og mun aldrei kjósa D eða B.

Ábyrgðin er þeirra sem þetta kusu og ætluðu að græða með þessu sukkliði.

Það ætti að leggja niður D og B með lögum.

Hamarinn, 7.3.2010 kl. 11:15

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er hinsvegar ekki saklaus og er lítið hreykinn af. En ég mundi hinsvegar, í dag, ekki segja aldrei. Það er auðvitað eitthvað sem þarf að skoða á hverjum tíma. En það hefur ekkert breyst þarna núna, þeir vilja bara komast að til að tryggja tilveru kvótakerfis og annara sérhagsmuna sem ekki er búið að loka á.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.3.2010 kl. 11:42

3 Smámynd: Hamarinn

Aldrei D eða B fyrr ligg ég dauður.

Hamarinn, 7.3.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha...góður..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.3.2010 kl. 11:59

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Hafsteinn,

Vandamálið er ekki ábyrgð.  Vandamálið eru aðferðir Hollendinga og Breta þegar þeir frystu Landsbankann og borguðu út 100% af inneignum á Icesave, ÁN þess að bera nokkur lagaskylda til þess.  Þeir bjuggu til þetta Icesave vandamál gagnvart þessum tveim þjóðum þegar Landsbankinn hrundi.  EF þeir hefðu gert þetta eins og lög og reglur gera ráð fyrir og látið þar við sitja að knýja Landsbankann í gjaldþrot og það hefði svo verið gert upp eins og lög og reglur gera ráð fyrir þá hefði Icesave aldrei orðið til vegna þess að þá hefðu innistæður verið greiddar út eins og vera ber eftir því sem eignasafnið hefði verið selt og gefið af sér tekjur.  En Bretar og Hollendingar kusu að borga þetta út, kalla þetta síðan lán til Íslands og fara svo í innheimtu. 

ÞETTA er vandamál sem Bretar og Hollendingar bjuggu til en ekki Íslendingar.  Þeir geta einfaldlega ekki, að mínu mati, komið eftir á og sagt:  "Við borguðum þetta fyrir ykkur án nokkurra lagaskyldu og nú skulið þið bara borga þetta til baka eða hafa verra af" 

Það kemur mér svosem ekkert á óvart að Norðmenn vilji ekki lána Íslendingum, því þessi hliðin á dæminu hefur nánast verið gersamlega þöguð í hel.  Icesave er ekki spurning um hvort Íslendingar borgi skuldir sínar, að sjálfsögðu gera þeir það.  Spurningin er hvort Icesave er íslensk skuld?  Til hennar var EKKI stofnað af íslenska ríkinu heldur af Bretum og Hollendingum!  Geta aðrar þjóðir nú stofnað til þúsunda milljarða skulda fyrir Íslands hönd og sent Íslendingum svo bara reikninginn og sagt "Borgið eða hafið verra af"?  Ég segi nei takk við svoleiðis trakteringum og það hlýtur að koma að því að fólk á Íslandi sjái þetta dæmi eins og það liggur fyrir í raun og veru.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.3.2010 kl. 21:24

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið. Ég er sammála mörgu af því sem þú setur hér fram um framkomu Breta í upphafinu. Gallinn við þessa söguskoðun er gerningur okkar stjórnar, sem ég nota bene var alltaf ósammála, að greiða innistæðueigendum, ÍSLENSKUM, allar innistæður í þessum böngum. Mér er til efs að það hefði nokkurn tímann staðist að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni og það hafa stjórnvöld í þessum löndum leyst fyrir okkur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.3.2010 kl. 21:54

7 Smámynd: Ólafur Als

Hafsteinn, hér ferðu ekki með rétt mál. Það var ákveðið af yfirvöldum að greiða innistæður í íslenskum bönkum, á íslenskri grund - engin mismunum eftir þjóðerni þar. Það hefðu erlendir ríkisborgarar getað átt innistæður hér, líkt og íslenskir á Icesave í Bretlandi eða Hollandi. Allt umfram það hefði falið í sér að íslensk stjórnvöld hefðu ríkistryggt innistæður ísl. banka erlendis, sem þeim var óheimilt skv. lögum og hefði aldrei verið tekið í mál í viðkomandi löndum. Þetta, ásamt með öðrum lagalegum stoðum, færir hina lagalegu ábyrgð úr höndum íslenskra yfirvalda og þar með skattborgara. Hún á því heima hjá bankanum sjálfum og því tryggingakerfi, sem ætlað var að vernda hagsmuni innistæðueigenda. Íslensk yfirvöld sáu til þess að sá sjóður var stofnaður, eins og lög kváðu á um. Að tryggingasjóðakerfið var ekki samtengt innan evrópska efnahagskerfisins er sú meginvilla, sem málið í raun hvílir á.

Hin siðferðilega ábyrgð er af öðrum toga og endalaust hægt að deila um hana og á þeim grunni verða menn að ná pólitískri sátt, landa í milli. Í mínum huga ætti hún að fela í sér deilda ábyrgð, enda lýðum ljóst að reglugerðarverkið brást, eftirlitið brást hér heima og í löndunum, sem við eigum í deilu við. Hvernig menn vilja svo tengja hina gerræðislegu aðför breskra yfirvalda að hagsmunum fyrirtækja í eigu Íslendinga ber einnig að hafa í huga og enn á ný erfitt að henda reiður á hvaða skaða það mál olli ekki einasta íslenskum skattgreiðendum, heldur einnig í raun breskum.

Hér heima hafa ýmsir viljað ganga svo langt að tengja málið við einkavæðingu og stjórnarhætti tiltekins flokks og stjórnmálastefnu, sem að því er virðist margur kann lítil skil á - enda auðvelt að afgreiða hið frjálslynda eðli með úrtölum og upphrópunum, í ljósi þess sem gerðist. Þar bíður sú hætta að vondur lærdómur verði dreginn af hremmingum þjóðarinnar og við munum á endanum öll tapa meiru en tilefni stóðu til.

Ólafur Als, 8.3.2010 kl. 04:53

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nákvæmlega þannig, það var ákveðið af yfirvöldum með frægum neyðarlögum. Það eru bara ekki allir á sama máli og þú varðandi túlkun á því atriði. Innistæðurnar á Icesave voru þess utan innistæður í Íslenskum banka undir Íslenskum lögum og ábyrgð, þannig bara skil ég það og er ekki einn um það.

Að það var þannig hinsvegar, var klaufaskapur og aðgæsluleysi yfirvalda á Íslandi og bretarnir áttu auðvitað aldrei að hleypa þessu rugli í gang, en þá hefði nú komið hljóð úr horni, trúi ég? Það þýðir bara ekki að ræða í dag, það þarf að loka þessu sem fyrst til að koma hlutunum í gang sem fyrst. Staðan er þannig, heyrist mér, að einhver sparnaður í vöxtum í nýjum samningi er allur farinn í kostnað við að koma hlutunum ekki í gang í okkar efnahagslífi, þökk sé Indefence, Neinum og Sigmundi Framsóknar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.3.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband