16.3.2007 | 20:29
Tíðindi?
Varla geta þetta nú talist tíðindi, nema kannski fyrir þann hluta sjálfstæðismanna sem eru á þeirri skoðun að þetta mál eigi ekki og megi ekki ræða og einstaka komma sem ævinlega eru á móti allri samvinnu við aðrar þjóðir (s.br. Ragnar Arnalds sem var á móti EFTA, EES og núna þversum í þessu máli eins og fleiri kommar.)
Það er svo merkilegt með þessa þjóð, að þversagnir geta verið rosalegar í afstöðu til mála og svo þess sem fólk gerir í kosningum, tökum t.d. afstöðuna til veiðistjórnunar í sjávarútvegi, það eru 70% + á móti bullinu en síðan flykkir fólkið sér um þá sem bera ábyrðina á því, í stað þess að flengja þá með atkvæðinu sínu?
Það sem fólk hefur helst verið hrætt með varðandi aðildarumsókn, er að við mundum tapa yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni. Fyrir það fyrsta þá veit það enginn fyrr en að málinu skoðuðu í viðræðum þrátt fyrir allar fullyrðingar um annað, í öðru lagi er alveg óvíst að auðlindin gæfi neitt minna af sér í eigu Youngs Bluecrest frekar en Samherja og ég geri engan mun á þeim hvað það varðar og finnst líklegt að færa megi að því rök að t.d. Vestfirðingar mundu verða betur settir við að veiða fyrir slíkan aðila heldur en Íslensku risana.
Með fullri virðingu fyrir þeim skoðunum að einangrunarstefna sé það sem hentar okkur í þessu máli þá eru svo margt sem bendir til þess að málið eigi að skoða, (heyrði meira að segja Þorstein "greyið" Pálsson halda því fram) að undan því verður ekki vikist öllu lengur, að því loknu getur fólk greitt um málið atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
57,9% hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnun SI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Forréttindi að vera Íslendingur í Japan
- Hið ljúfa líf: Fríhafnargull og vonbrigði ársins
- Þjónusta mörg af þekktustu fyrirtækjum Japans
- Oculis tryggir sér allt að 100 milljónir CHF
- Uppgjörið yfir væntingum
- Fiskar, ísbirnir og framtíðin
- Valin í úrvalshóp á frumkvöðlasamkeppni í Japan
- Bandaríkin í vexti en Evrópa í vanda
- Undirliggjandi rekstur sterkur
- Jákvæð þróun á markaði með fyrirtækjaskuldabréf
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.