23.3.2007 | 11:14
Frétt af fiskverði...
Metaflaverðmæti hjá Páli Jónssyni GK
Línuskipið Páll Jónsson GK kom nýlega til heimahafnar í Grindavík með metaflaverðmæti. Aflinn í veiðiferðinni var 105,5 tonn og aflaverðmætið 15.5 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni skiptist aflinn þannig að þorskur var 57 tonn, ýsa 8 tonn, langa 25 tonn, keila 8,5 tonn og annar afli var 7 tonn. Veiðiferðin stóð yfir í rétt rúma 5 daga og gerir það aflaverðmæti upp á 3 milljónir á dag.
Þess ber að geta að fiskverð hefur hækkað talsvert frá fyrra ári og má nefna að ýsuverð hefur hækkað um tæp 57% og þorskverðið hefur hækkað um 47%. Má því búast við að þetta aflamet verði slegið von bráðar.
Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni, var að sögn ánægður með róðurinn þó svo að hann hefði viljað fá meiri afla.
Hér er ánægjuleg frétt af góðum árangri hjá aflamanninum og vini mínum Gísla Jónssyni, ekki sú fyrsta og örugglega ekki sú síðasta á hans skipstjórnarferli.
Það sem hinsvegar stingur í augun er verðmætið, sem útgerðin gerir raunar mikið með og talar um ógnarlega hækkun frá fyrra ári og það má rétt vera, en það er jafnljóst að hefði þessi afli farið til uppboðs, (á þeirra eigin fiskmarkaði, en útgerðin rekur fiskmarkaði í nokkrum stöðva sinna útum landið) hefði útkoman orðið nokkuð önnur, eða að lágmarki 20,7 milljónir, með einföldum samanburði við Fiskmarkaði, í stað 15,5 millj. (Þyrfti auðvitað að hafa stærðardreifinguna í þorskinum til að fá þessa tölu nákvæmari, en hún er sennilega hærri)
Þessi meðgjöf með fiskvinnslu útgerðarinnar er í mínum huga eitt mesta vandamálið í öllu samanlögðu bullinu sem sjávarútvegurinn er kominn í , það er vitlaust gefið !!!
Það,að útgerðin skuli geta komið upp svona "svikamyllu" og að þeim líðist, í skjóli einhverrar "dellustofnunar" ( "verðlagsstofa skiftaverðs" meira að segja nafnið er skelfilegt) sem komið hefur verið á fót, í þeim tilgangi einum, að taka besta hráefni sem fáanlegt er úr N Atlandshafi á lang lægsta verði sem þekkist í heiminum, (miðað við gæðin) er algerlega úr öllu korti.
Það hreint rannsóknarefni hvernig stjónvöld sem þykjast vilja samkeppni á öllum sviðum (en það á sennilega bara við banka?) geta búið til svona dellu og kallað hana leikreglur í greininni.
Það kemur þarna fram að endingu að Gísli hefði viljað sjá meiri afla,(væntanlega haft eftir útgerðarstjóra) sem er nokkuð víst þó það sé jafnvíst að það er gríðarleg vinna að fiska upp 120-30 tonn brúttó á fjórum fimm dögum og ganga þannig frá þeim afla að allt komi uppá bryggju sem toppvara, svo mér er nú til efs að betur verði gert hvað það varðar, auk þess sem báturinn hefur væntanlega verið fullur.
Það er hinsvegar útgerðin, sem sem lögum samkvæmt fer með sölu aflans, sem getur bætt sig verulega eða svo vægt sé til orða tekið, "all hrikalega" eins og góður vinur okkar í stétt útgerðarmanna segir stundum, og ef það er svo, að vinnsla þessarar útgerðar getur ekki skilað sama verði og mörg öflug fyrirtæki í vinnslu hér á landi eru að gera með kaupum á öllu sínu hráefni á fiskmörkuðum, þá hlýtur að vera spurning hvort sú vinnsla er að skila þessari þjóð því sem hægt er að ætlast til, verandi með besta hráefni í heimi í höndunum, m.ö.orðum, það er ekki í lagi með ráðstöfunina???
Auðvitað vita það allir sem það vilja vita, að hér er á ferðinni illa dulbúin kvótaleiga, með blessun "sjómannasamtakanna" sem verður að stöðva, með illu eða góðu, liggur mér við að segja og þá verður kannski lifandi við helv. kvótakerfið á eftir.
Frétt af skip.is
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.