28.3.2007 | 22:49
Það var mikið.....
Það var nú aldeilis komið að því að einhver stigi fram og gerði mál úr þessu rugli. Málning sérstaklega hefur ekki verið seld hérlendis í mörg herrans ár án þess að vera með 20-40% afslætti og ég hef oft spurt afhverju væri ekki hægt að verðleggja vöruna rétt í upphafi. Annar hlutur sem ekki er nokkur leið að skilja er verslun með sjónvarpstæki, það er ekki hægt að finna verslu sem er ekki með tugi prósenta í afslátt?????
Segja afsláttarmálningu aldrei hafa verið selda á upprunalegu verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Humm hvað varðar sjónvarpstækinn sé ég ekki alveg samhengið þarna á milli. Finn aldrei verslanir sem eru heiðarlegar í þeim bransa með tugi prósenta í afslátt nema þá af algerlega afgangs sjónvörpum.
Hins vegar finnst mér þetta frábært hjá Múrbúðinni og alveg mál til komið að einhver gerði eitthvað í öllu þessu afsláttarbulli. Verðskyn neytenda verður brenglað fram úr hófi og það versta er að margar verslanir sem eru í samkeppni við þessa aðila verða að haga sér svipað reyna allt til að hafa rétt verð en verða svo að auglýsa afslátt öðru hvoru til að horft sé til þeirra. Og stóra spurningin er einmitt hvað er rétt verð. Rétta verðið er það verð sem er í gangi núna og í raun og veru ekki til neitt annað rétt verð. Þegar ég labba um í búðum og sé svona vörur með óeðlilegum afslætti labba ég oftast út til að þurfa ekki óvart að kaupa eitthvað á okurverði. Og einu sinni var ég sjálfur næstum búinn að skila vöru sem ég keypti í annari af þessum stóru byggingavöruverslunum útá reiknings trésmíðameistara þar sem ég fékk 48,8% afslátt sem mér finnst ekki vera eðlilegt.
Halldór Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 01:47
Ég get ekkert hjálpað þér í því vinur ef þú ekki sérð samhengið í almennum samanburði á afsláttum í þessari umræðu. Hitt get ég sagt þér, að ég er nýlega búinn að ganga milli verslana með sjónvarpstæki og þær eru allar með sama marki brenndar og ég endaði á að kaupa tæki sem kostaði 220000 en upphaflegt verð sagt hafa verið rúm 300000 og alveg er ég sannfærður um að það hefur það aldrei kostað, engin ástæða fyrir einhverri útsölu þarna því tækið er allra nýjasta útfærsla sinnar tegundar.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.