28.3.2007 | 23:49
"Þegar miðin eru dauð"
Björn Ingi Hrafnsson, seinheppin erfðaprins framsóknar bloggaði hér í dag um grein í Mbl. undir þessari fyrirsögn sótta í texta Bubba, "Aldrei fór ég suður", höfundur ágætrar greinarinnar er Robert Marshall.
Það sem dró Binga að lyklaborðinu var hversu skondin og skemmtileg fyrirsögnin honum fannst með tilliti til frétta í fjölmiðlum að undanförnu m.a. í sama Mogganum og greinin er í og finnst honum Robert vera sérlega óheppinn. Greinin þessi fjallar raunar ekki um íslandsmið nema að hluta, heldur hvernig þorskstofnar við Nýfundnaland voru veiddir nánast upp af verksmiðjutogurum frá því eftir miðja síðustu öld og þar til veiðar voru bannaðar árið 1992 og í framhaldinu hvort að mögulegt sé að það sama gæti gerst hér við land, undir bestu stýringu í heimi og ráðgjöf allra þjóða fræðinga?
Fréttir þessa dagana eru sem betur fer afar jákvæðar varðandi þorskveiðar, sérstaklega á vertíðarsvæðunum hér sunnan og vestanlands og það er vart samjöfnuð að finna hversu langt sem leitað er aftur. Neikvæðu fréttirnar eru þær að kvótar eru að ganga til þurrðar, þrátt fyrir afar slæmt tíðarfar og stopula sjósókn það sem af er vetri, og leiguverð í besta kerfi í heimi komið í endalaust rugl og alveg rannsóknarefni hvernig menn lifa af við þessar aðstæður, sem segir okkur að bátarnir eru að sækja þennan afla með mjög hagkvæmum hætti.
Ég hvet fólk til að lesa greinina, hún er góð hugleiðing og innlegg í umræðuna um þetta meingallaða framsóknarkerfi sem við lifum við í sjávarútveginum, þar sem eingöngu var tekið mið af hagsmunum þeirra sem kvótunum fengu úthlutað en hagsmunir vinnslu og byggðarlaga út um landið algerlega fyrir borð bornir, kvótaeigendum úthlutað nánast forgangi að vinnslu þess sem úr auðlindinni kemur í skjóli skammarlegra reglna um verðlagningu aflans uppúr þeirra skipum.
Það er fagnaðarefni þegar ungur maður með snefil af innsýn í þessa grein hefur nennu og áhuga til að gefa kost á sér í kosningum til alþingis í þessu kjördæmi, það er allt of lítið um það.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Fram - Stjarnan, staðan er 32:22
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
- Landsliðskonan öflug í tapi
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.