Það er með naumindum...

....hægt að ímynda sér þá sorg og það myrkur sem þessi veslings drengur er að setja fjölskyldu sína í með þessum verknaði. Það er samt örugglega ekki nokkur leið að setja sig í þau spor sem þau eru í. Það hlýtur að vera rosalegt að fara yfir málin í blöðum og fjölmiðlum og kannski sjá þar fyrsta skipti sagt frá ýmsu því sem margt bendir til að sé undirrótin að þessu voðaverki svo sem einelti sem virðist hafa fylgt drengnum, feimnum og óframfærnum gegnum lífið.

Þó við getum ekki sett okkur í sporin, þá er okkur hollt að hugsa til þess að á meðal okkar er öruggt að finna má samskonar eða svipuð dæmi eineltis, við erum örugglega, hvert og eitt, með eitthvað af minningum í pokanum og við ættum að setja okkur, hvert og eitt, þá reglu að líða aldrei eða horfa framhjá slíku....ALDREI....Crying

Afleiðingar eineltis eru sem betur fer ekki oft svona ofboðslegar, heldur eru þær oftar hljóðlátari og þá í fomi sjálfsvíga og álíka hryllings, sem auðvitað eru ömurlegri en orð fá líst og því miður algengari en við viljum kannski vita af.


mbl.is Fjölskylda fjöldamorðingjans: Þetta myrkur er yfirþyrmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Runólfsson

Því miður virðist bandariskt þjóðfélag vera terroriserað eineltisþjóðfélag þar sem þeir eru sjálfum sér verstir. Er það tilviljun að í næsta landi Kanada virðist allt annað vera upp á teningnum.

Þórður Runólfsson, 21.4.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er mjög umhugsunarverð athugasemd hjá þér Þórður og eitthvað sem ég hef oft hugsað útí. Þarna virðist nefnilega ólíku saman að jafna, þó ótrúlegt sé...????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.4.2007 kl. 11:55

3 Smámynd: Ósk Sigurðardóttir

Er sammála Þórði, Bandaríkjamenn eru sjálfum sér verstir. Þeir eru orðnir svo paranoid að þeir heilsa varla nágrannanum vegna hræðslu við að viðkomandi sé eitthvað skrítinn. En þetta hefur auðvitað það í för með sé að citizenship deyr út, vegna þess að það er varla lengur svoleiðis að þér sé annt um meðborgara þína, og að þeir skipti þig máli. Fólk hugsar bara um sig sjálft. Spurning um inklution og eksklution?

Ósk Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband