8.5.2007 | 23:21
Undarlegt.
Afar sérkennileg en lýsandi heilsíðu auglýsing á baksíðu Blaðursins í dag stakk í augun. Þar er auglýstur fundur með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og skartað myndum af frambjóðendum og máttarstólpum flokksins í kjördæminu s.s. Óla í Álgarði, (bæjó hér í Ölfusi) Aldísi í Hveragerði og Eyþóri í Tuborg, ásamt frambjóðendum til efstu sæta.
Það sem hinsvegar stingur strax í augun, er að sá frambjóðandi flokksins sem sannanlega hefur mest fylgi í kjördæminu, Árni Johnsen, er hvergi sjáanlegur. Örugglega ekki vegna þess að hann myndist illa, enda maðurinn fjallmyndarlegur og vörpulegur mjög. Ekki dettur manni neitt annað í hug en að liðinu hafi fundist kallinn vera með eitthvað meiri skít í pokanum en almennt gerist hjá fólki í þessari stétt, nema hvað?
Það er hinsvegar alveg öruggt að hann hefði ekki verið ólíklegri til að draga fólk að þessari samkomu en Óli í Álgarði eða hver annar þarna og talar örugglega ekki af minni móð um Suðurlandsveg nú, en hann og aðrir úr þessum flokki hafa gert um Suðurstrandarveg fyrir undanfarnar kosninga. Sem sagt afar líklegur til loforða af ýmsu tagi og örugglega líklegra að fiskist á hann, þrátt fyrir allt, en Gapuxann, enda Sægreifar mjög fáir á svæðinu.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.