3.6.2007 | 14:48
Las í morgun...
...með athygli þetta viðtal við Kristján Pétursson í boði Hjartar og LÍÚ. Margt er þar fróðlegt og skemmtilegt en það sem stakk mig mest var fullyrðingi um hvenær umgengnin um auðlindina var hvað verst og þar tilgreinir hann '65-'75. Auðvitað mótast þessi fullyrðing af hans upplifun sem greinilega er þegar við vorum að eyða upp síldarstofnunum og hann er þar í eldlínunni og það brenna eldarnir allt í kringum hann.
Ég er að byrja til sjós á þessum árum og eina ruddaumgengnin sem ég man eftir er þegar nótaflotinn var að eyða upp ýsustofninum hérna og svo stórþorsk-stofninum hérna á Bankanum. Hinsvegar hef ég aldrei séð aðra eins umgengni um þessa auðlind eins og við urðum vitni að á Vestfjörðum, þar sem við vorum við úthafsrækjuveiðar, þegar þessar brjálæðislegu veiðar í flottrollið stóðu yfir og skipin komu kjaftfull til hafnar ofaný fullar kæligeymslur og ekkert við draslið að gera annað en að keyra í bein. Af sama meiði var þegar við horfðum uppá c.a. 1500 tonn af þorski af Vestfjarðamiðum keyrðan á hjalla um hásumar, enginn til að vinna draslið og síðan keyrt í sjóinn handónýtt og bullandi veðsett árum seinna og ég gæti haldið lengi áfram enn en þessi hryllingur gengur allur yfir að loknu þessu tímabili hans Kristjáns, svo ljótt hefur það verið í kringum hann...
"Stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 1157
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Í boði Hjartar og LÍÚ" - umfjöllun Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál hefur oftar en ekki verið mjög lituð af þröngum sérhagsmunum
Sigurjón Þórðarson, 3.6.2007 kl. 14:57
Það er gallinn við hana Sigurjón, stundum eins og keyptar greinar og jafnvel fréttir, þó ég sé ekki endilega að segja að svo sé með þessa, gat samt ekki á mér setið útaf höfundinum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.