4.6.2007 | 14:26
Eini þorskstofninn...
....sem veiðum hefur verið stjórnað úr og virðist hafa staðið sig er í Barentshafi, eins og Guðjón segir hér. Allsstaðar þar sem hefur verið komið á svipuðu stjórnkerfi og hér er hafa veiðarnar dregist saman jafnt og þétt allt uppí 80%. Í Barentshafi var farið langt framúr öllum tillögum og þar styrkist stofninn, hvað langt framúr veit enginn vegna þess að það eru engar tölur raunverulega til um Rússana. Segir þetta okkur eitthvað? Færeyingar veiða eins og dagarnir þeirra gefa af sér og þannig fá þeir toppana og lægðirnar sem í stofninn koma, óhjákvæmilega og geta síðan kippt út dögum ef þurfa þykir.
Bryggjusnillingur Samherja og LÍÚ fann það út á dögunum að samdráttur væri gríðarlegur hjá frændum vorum og sagði vegna ofveiði. Samdráttur fyrstu fjóra mánuðina hjá bátum sem eru að nýta grunnið þeirra var um 15% ef ég man rétt, vegna afar lélegra gæfta í allan vetur og sérstaklega jan. og feb., þannig að lítið gekk á dagana. En það er ekkert verið að sækjast eftir staðreyndum á þeim bænum sérstaklega, heldur hvað hljómar betur til að bera saman sukkið hérna og dagakerfið í Færeyjum.
Ég hef þar á ofan aldrei getað ímyndað mér neina aðra friðun á fiskislóð en að hafa veiðitækin í landi ef það á að friða, eða loka svæðum alveg, tímabundið, "en það er nú önnur Ella"
Guðjón A: Jafnstöðuafli yfir 200 þúsund tonnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.