Meira andskotans sukkið.

Þessi dómsdagsdella er búin að kosta sveitarfélagið Ölfus litlar 72 milljónir, í beinhörðum, þvílík endaleysa. Ekki nóg með það, þeir svartsýnustu voru búnir að segja fyrir um þetta allan tímann og báru fyrir sig að það sem ekki gengi vestur í Kanada, (en þaðan kom vélagamsið úr aflagðri verksmiðju) með styrkjum, gengi ekki í Ölfusinu. Mér fannst nú í upphafi að þetta gæti varla verið eins vitlaust og það liti út og menn væru örugglega með eitthvað uppí erminni sem dygði til að verksmiðjan virkaði, en nú er löngu komið í ljós að það var ekki, bara heimskan alla leið.

Það er enn ömurlegra að horfa uppá þessa heimsku með það í huga að ég fullyrði að þetta sveitarfélag hefur alltaf neitað að koma að atvinnurekstri á svæðinu, hversu álitlegur eða áríðandi hann hefur þótt, utan einu sinni þegar settir voru peningar í að verjast fyrstu alvarlegu árásinni á Meitilinn þegar átti að færa hann Eyfirðingum og þetta hafa menn verið ósparir á að viðra og notað til marks um hvað atvinnulífið væri sterkt á svæðinu??? Og svo þetta endemi!!! Ætli ekki hefði verið gáfulegra að henda þessum aurum og þó meira væri til að stofna t.d. félag til kvótakaupa á staðinn? Nei annars það hefði allt farið til andskotans í höndunum á þeim.

Nei, það þarf að vera illa innmúraður og allavega innvígður til að fá botn í þessa vitleysu....Angry


mbl.is Viðræður um sölu á Feygingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband