Og í framhaldi...

...af þessari frétt, hver eru nú viðurlögin við því að keyra dópaður og ekki minna vitlaus en fullur? Eða eru kannski engin viðurlög, nema almennt fyrir að vera dópaður og með eitthvað slíkt í vösunum?
mbl.is Fleiri ökumenn stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna en áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég get ekki betur séð en þar gildi nokkurn veginn sömu reglur og um áfengisnotkun. Sjá VII. kafla reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum. Í 4. mgr. 44. lagagreinar segir:

"Neysla áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við akstur"

Þar er sektarfjárhæð 30.000 kr. Áhugavert þykir mér þó að í 45. grein má sjá ítarlegar töflur með sektarfjárhæðum og tíma ökuleyfissviptingar fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Ég get hvergi fundið sambærilegar töflur eða upplýsingar vegna aksturs undir áhrifum annarra vímuefna.

Sigurður Axel Hannesson, 11.6.2007 kl. 15:05

2 identicon

okey það er vera að keyra undir áhrifum áfengis en nokkru sinni fíkniefnum það er bara allt annað og svo er ekkert skrítið að fólk sé alltaf tekið undir áhrifum fíkniefna það tekur lengra tíma að losna við það úr líkamanum þannig;)

umm (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:07

3 identicon

En núna fer maður ekki í vímu af amfetamíni... þetta er fyrst og fremst orka. Persónulega myndi ég alveg þora að vera í bíl með einhverjum sem hefur einungis tekið amfetamín, en get ekki sagt það sama um drykkju. Hafa áhrifin verið skoðuð í sambandi við keyrslu? Eða reikna þeir bara með því að það sé hættulegt vegna þess að efnið er ólöglegt?

Núna eru til lögleg örvandi lyf og alveg leyfilegt að keyra undir áhrifum þeirra.

Geiri (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Er það? Ég hef alltaf talið mér trú um að hver þau lyf sem geta skert viðbrögð og/eða dómgreind séu merkt með rauðum þríhyrningi. Jafnvel norsku (raunar dönsku núorðið) brjóstdroparnir sem ég hef notað eru þannig merktir.

Sjálfsagt er eitthvað til í þessu hjá þér varðandi alhæfingarnar. En ætli það sé ekki líka vegna þess að öll þessi efni geta haft mismunandi áhrif á mismunandi einstaklinga? Sem dæmi heyrði ég einhvern tímann af konu sem neytir amfetamíns vegna þess að það hefur róandi áhrif á hana.

Sigurður Axel Hannesson, 11.6.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nefnilega málið, hef bara heyrt af sektum en veit ekki hvernig sviftingu er háttað eða við hvað hún er miðuð.

Ég veit ekki hvað er verst eða best af þessu dópi hvað akstur varðar, en ég veit bara að ég færi ekki í bíl með einhverjum undir áhrifum neinna vímuefna frekar en áfengis og vissi ekki til að til væru lögleg örvandi lyf sem er samþykkt við akstur....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2007 kl. 15:34

6 identicon

Flest lyf við athyglisbrest eru ekkert annað en amfetamín undir læknaheitum. Það er varað við akstri og stjórnun tækja en samt sem áður leyfilegt ef viðkomandi treystir sér til þess. Þó að sumir sem taki þessi lyf finni fyrir róandi áhrifum (líklega þeir sem eru einnig með ofvirkni) þá er það alls ekki algilt.

Helstu áhrif áfengis sem mæla gegn akstri eiga einfaldlega ekki við amfetamín. Það hægir ekki á viðbrögðum, skerðir ekki sjón eða jafnvægi og viðkomandi er skýr í hugsun. Við gætum alveg eins farið að banna akstur undir áhrifum tóbaks ef við ætlum að setja öll fíkniefni undir sama hatt. 

Geiri (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:03

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Alltaf lærir maður eitthvað....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband