24.6.2007 | 12:47
Hvað er í gangi?
Hér er fyrirsögn að frétt á "eyjunni" í gær og þetta neyðaróp, haft eftir Aðalsteini Baldurssyni verkalýðsforingja, er ekki að ástæðulausu. Nú verður hætt að reikna álag ofaná kvóta þess fiskjar sem fluttur er út beint frá veiðiskipi óvigtaður, já óvigtaður og óunninn. Í upphafi vega þegar álag var sett á þennan útflutning voru menn að vega upp á móti vigtarrýrnun í flutningi, vegna þess að fiskurinn tapar vigt frá löndun á Íslandi til löndunar í Grimsby og notuðu 5% til þess. En á síðari stigum var farið að nota álagið til að hegna fyrir útflutninginn og hefur síðan verið að rokka frá 10-20%.
Það er hinsvegar með hreinum ólíkindum að menn skuli vera að velta vöngum yfir þessari stöðu, hér er ekki nema einn virkilegur möguleiki og hann er sá að allur fiskur fari yfir einhverskonar uppboð. Það þarf bara að snúa þessari reglu við, þ.e. í dag er útgerðinni gert að setja inn á netið hvað þeir eru að fara að senda út þá vikuna, (sem oftar en ekki er gert þegar fiskurinn er kominn í skip á leið út) þetta er svona ein af þessum heimskulegu reglum, hugsuð til að hægt væri að setja inn tilboð sem sett er til að friða einhverja vinnslumenn, en getur aldrei gert þeim neitt gagn. Í þess stað þarf fiskurinn að bjóðast hér og ef útgerðinni finnst það verð sem er í boði ekki vera nægilega hátt þá, kaupir hún fiskinn og sendir hann út, óunninn.
Ég hef aldrei getað skilið hvað er svona flókið við svona aðgerð og það sjá auðvitað allir að svo er ekki. Heldur er verið að verja þarna einhverja hagsmuni útgerðarinnar?? Það, að það færi enginn fiskur óunninn úr landi, án þess að á hann væri kominn verðmiði og vigt mundi gjörbreyta stöðunni. T.a.m. höfum við séð síðustu tvær vikur smáýsu fara fyrir lægra verð í Hull og Grimsby en á mörkuðum á Íslandi og allir hrista hausinn og botna ekki neitt í neinu, því frá því verði þarf að draga kr. 50 pr.kg? Þetta verður til vegna þess að það var enginn verðmiði á fiskinum þegar hann fór og áhafnir skipanna fá skellinn með útgerðinni þegar uppboðið ytra klikkar.
Það er ekki nokkur vafi, að ef útgerðin væri gerð ábyrg fyrir sínum gerðum og fiskurinn fengi verð og vigtun við löndun hérlendis, þá væri búið að koma á þeim reglum sem dygðu til að Íslensk vinnsla mundi ná vopnum sínum í þessu máli, en til þess þarf sennilega fulltingi sjómannaforingja. Þegar kemur að þeim partinum er staðan vægast sagt döpur og Aðalsteinn þessi gerir ekki annað á meðan hann blæs lífi í þá forustu, en gangi honum allt í haginn í baráttunni.
Kannski er hér verðugt verkefni fyrir nýjan viðskiptaráðherra, að setja einfaldar, siðlegar og mönnum bjóðandi viðskiptareglur um höndlun á fiski í landinu? Ef honum tækist það þá væri hann búinn að koma sér á spjöld sögunnar ekki spurning, en það verður erfiður hamar að klífa og ekki víst að þeir sem eru þarna fyrir á fleti og telja sig vera að gæta hagsmuna útgerðar yrðu léttir í taumi.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.