26.6.2007 | 19:36
Það er nú alveg ótrúlegt...
...hvað getur komið mikið þvaður frá fullorðnu fólki. Hvernig í veröldinni er hægt að fá það út að það geti verið hagkvæmt að hætta öllum fiskveiðum í einhver ár? Auðvitað er það hugmyndin, því ef ekki er hægt að veiða þorsk, verður ekki hægt að veiða neitt annað því alltaf kemur þorskur með og sennilega er mjög erfitt að ná svona skammti af ýsu t.d. eins og lagt er til, ef ekki á að taka meira af þorski en 140 þús. tonn.
Nei það þarf að banna flottroll með öllu í landhelginni og sennilega loðnuveiðar að mestu eða öllu leiti um einhver ár og sjá hvað það gerir fyrir þorskstofninn. Mér dettur hinsvegar ekki neitt í hug sem gera mætti til gagns með þessa Hagfræðistofnun frekar en Hafró...
Hagkvæmt að hætta þorskveiðum um tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það kom að því að þessir drulluhausar náðu þessum merka áfanga og þá ekkert litlum.
Sem sagt yfirfylla á sér hausinn af eigin drullu sem því miður er farin að leka niður tröppur Háskólans og smitast út í þjóðfélagið. Eina sem mér dettur í hug að sé að hjá þessum reiknimeistarahálfvitum sé alvarleg hægðartregða, þá gerist það nærst að skíturinn leitar upp á við með þessari útkomu.
Hallgrímur Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 20:19
Það ætti að senda þá niður í smákafbát til að láta þá flokka fisk inn í trollin. Hafa nóg að gera til eilífðarnóns.
Jón Valur Jensson, 26.6.2007 kl. 20:43
Hvernig dettur þér þetta í hug Jón?
Hvaða líkur heldur þú að séu á því að svona haugar þekki mun á þorski og öðrum fiski.
Hallgrímur Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 20:48
Guð minn góður menn sem láta svona lagað frá sér lifa ekki í sama heimi og aðrir.
Jóhann Elíasson, 26.6.2007 kl. 21:58
Nei Jóhann, þeir eru ekkert allavega í sama heimi og Íslenskir sjómenn, það vantar mikið á það og hér er að koma fram eina ferðina enn að það eru tvær þjóðir í landinu...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.6.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.