18.7.2007 | 12:33
Hér er ekkert eftir gefið.
Og ekkert undarlegt við það, það eru miklir fjármunir í spilinu og nokkuð víst að þarna leysist ekkert af sjálfu sér og FIFA sennilega sá aðilinn sem getur skorið á hnútinn.
![]() |
FIFA kemur til aðstoðar í máli Tevez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að hugsa um að nota West Ham aðferðina við næstu bílakaup. Ég fæ Björgólf (Landsbankann) til að lána mér fyrir fínum lúxusjeppa. Þegar ég svo er kominn með hann heim í hlað, þá rifti ég bara samningnum og bíllinn er minn kvaðalaust. Eat that, Björgólfur!
Egghead (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 12:42
En hvað með Mascherano þegar hann fór til Liverpool? Þarf ekkert að rannsaka það betur? Átti ekki þessi umboðsmaður að nafni Kia hann líka?
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:26
Það er góð spurning Jón Hrafn, var það ekki sama dæmið með Mascherano? Ég botna ekkert í þessu rugli....
Ég trúi nú að "Egghead" fengi nú ekki mikinn frið með jeppann....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.7.2007 kl. 13:37
Ekki líkja þessu saman karlinn minn. West Ham var búið að afnema eignarhald Kia á leikmanninum og telja sig vera eigendur Tevez. Að lokum ef ekki reynist rétt þá er leikmaðurinn á 4 ára lánsamningi svo það er ekki hægt að rifta honum bara vegna þess að Ferguson með alla sína frekju og yfirgang vill fá hann í sínar raðir.
Einar Skaftason., 18.7.2007 kl. 14:02
....mikill geðprýðis og rólegheitamaður Ferguson....frægur fyrir það....
Hann hefur þetta með hægðinni.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.7.2007 kl. 14:07
West Ham var búið að afnema eignarhald Kia á leikmanninum og telja sig vera eigendur Tevez.
Getur maður afnumið samning bara si svona? Afar hentugt, já.
Að lokum ef ekki reynist rétt þá er leikmaðurinn á 4 ára lánsamningi svo það er ekki hægt að rifta honum...
Er það BARA West Ham sem getur rift samningum? Líka afar hentugt!
...vegna þess að Ferguson með alla sína frekju og yfirgang vill fá hann í sínar raðir.
Veit ekki betur en að leikmaðurinn sé ekki síður æstur í að komast til Man. Utd.
Egghead (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:56
Hvað ef Rooney og Ronaldo
Einar Skaftason., 18.7.2007 kl. 18:15
Hvað ef Rooney og Ronaldo vilja fara frá Man Utd til CL meistara Ac Milan, hver verða viðbrögð Man Utd þá.......já já þið megið bara fara.....held ekki.
Einar Skaftason., 18.7.2007 kl. 18:19
Kannski rétt að lesa yfirlýsingu MSI á Sky Sports.
West Ham have consistently provided private assurances while at the same time making contrary statements to the public at large.
---
There was a period at the end of last year when Carlos had the opportunity to leave the club and yet he decided to stay to successfully help West Ham survive in the Premier League.
---
Over the last six months West Ham have made repeated promises and assurances which they have not acted upon or performed. It is now time for these inconsistencies to be brought to an end.
Já, það skyldi þó ekki vera að West Ham segi eitt við hann og annað við FA? Ég held að West Ham rói lífróður við það að sleppa við að upp um þá komist, því þá kemur Sheffield United skeiðandi.
Það þarf enginn að segja manni að lagasérfræðingar Man. Utd væru að díla við MSI, ef þeir teldu MSI ekki geta sannað rétt sinn til leikmannsins. Vonandi... já VONANDI... verður West Ham fellt. Nú mega menn reka upp ramakvein ef þeir vilja vegna þjóðrembu, en ég get ómögulega stutt félag, bara af því að það er í eigu íslenskra bisnissmanna. Allra síst ef það gerir sig sekt um óheiðarleika.
Egghead (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.