"Íþróttafrétt"

Vísir, 20. júlí. 2007 18:53

"Fiski ekið þúsund kílómetra til vinnslu á Þingeyri"

"Fiskur sem er unninn á Þingeyri er veiddur úti fyrir austfjörðum og fluttur landleiðina meira en þúsund kílómetra. Forkólfar Vísis hf. á Þingeyri segja úrslitaatriði að bæta vegakerfið á Vestfjörðum til að tryggja gæði hráefnis.  Forvígismenn Vísis hf. vinna upp kostnað við flutningana með verkþekkingu og afköstum á Þingeyri"

Hér er hluti úr frétt af VÍSI.is í dag. Hún lýsir vel ruglinu sem viðgengst í sjávarútvegi landsmanna og um leið getur hún skýrt það sem Hinrik á Flateyri hefur verið að kljást við.

Þessir gríðarlegu flutningar sem kosta tugi króna á kg. fiskjar eru framkvædir í krafti þess að viðkomandi útgerð, í skjóli ónýtrar sjómannaforustu, kemst upp með að taka þennan afla í land á verði sem nemur u.þ.b. helmingi markaðsverðs í landinu. Þ.e. fyrir þorsk hafi verið greitt c.a.  krónur 130-140 og markaðsverð sé þá 270 kr., sem er það verð sem Hinrik þurfti að punga út með í næsta firði. Þetta er það sem við er að kljást hjá vinnslu víða um land og svo í krafti þessara yfirburða mæta þessir gæjar á markaðinn og taka fiskinn á verði sem enginn skilur en það byggist á þessum fimleikum. Þetta hefur sem sagt lítið með verkþekkingu að gera, heldur þekkingu á verkalýðsforingjum....Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er laukrétt hjá þér Hafsteinn. Svo skulum við ekki gleyma byggðarkvótanum sem þeir fluttu til Grindavíkur. Það er alveg sama hvar er gripið niður hjá þessum drullubrókum skíturinn er allstaðar.

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 20.7.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Verst finnst mér hvernig þessi galvitlausa "sjómannaforusta" lætur taka sig í ********* endalaust og þessir gæjar hlæja að þeim upp í opið geðið á þeim, sjómennirnir liggja óvígir. Stolið af þeim í vigtinni með ísnum og svo er verðið svona, andskotans svívirða og ekkert annað.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.7.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband