20.7.2007 | 19:34
Fordómar.
Ég hef skrifað um þetta áður á þessum vettvangi og get endurtekið það, að þjóðerni þeirra sem brutu af sér þarna þjónaði engum tilgangi í fréttunum, öðrum en að byggja upp fordóma. Svona vinnubrögð þarf að varast og gera heldur í því, að uppfræða fólk einhvernveginn öðruvísi en í gegnum fjölmiðla, með alla þjóðina á bakinu á viðkomandi. Ekki undarlegt þó einhver léti í sér heyra útaf þessu, raunar vonum seinna. Það er vert að þakka það.
Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En það voru BARA pólverjar sem var verið að grípa afhverju þjófkenna alla útlendinga
Grímur Kjartansson, 20.7.2007 kl. 20:05
Svona er þetta bara í öllum heiminum, ef útlendingar brjóta lög þá er yfirleitt nefnt hvaðan þeir eru. Það þarf ekki að þýða að allir blaðamenn í því landi séu rasistar eins og þú gefur til kynna.
Toggi, 20.7.2007 kl. 20:13
Ég vil vitna til þess sem Einar Skúlason frkvstj. Alþjóðahúss hefur um málið að segja, m.a.:
„Það eru í kringum 15.000 þúsund innflytjendur á Íslandi sem Stangaveiðifélagið vill að atvinnurekendur kynni íslenskar reglur um lax- og silungaveiði. Ef tæplega þrjátíu manns hafa verið gripnir, þá þykir mér þeir gera úlfalda úr mýflugu.“
"Umræðan hefur slæm áhrif á ímynd útlendinga, að mati Einars. Það gerist ósjálfrátt að menn fara að tengja saman litla veiði í sumar og veiðiþjófnað útlendinga".
Þú stendur mér framar í því "Toggi" að vita hvað allur heimurinn segir og gerir varðandi svona umfjöllun, en ég held að það sé nú fæst af því til eftirbreytni.
Utan alls þessa hefur mér nú skilist að ekki væri nú miklu að stela í sprænunum þetta sumarið, hingað til að það er kannski rótin???
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.7.2007 kl. 20:31
Góð athugasemd! kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.7.2007 kl. 20:47
Sælir.
Ég vil leggja umrætt bréf til málanna og vek athygli á því að það er skrifað á Íslensku, ensku og pólsku. Hefur enginn kynnt sér málið áður en þeir blogga? Að hverjum er verið að veitast? Er ekki einfaldlega brugðist eðlilega við hérna?
Hér er plaggið
Haraldur Eiríksson, 20.7.2007 kl. 21:59
Þetta umrædda bréf er undirrótin að athugasemdum Alþjóðahúss en fleira kemur til. Það þarf ekkert að kynna sér innihald bréfsins til að taka undir gagnrýni Einars á fréttaflutning af þessum brotum og bréfið breytir engu þar um. Við erum að blogga um fréttir af málinu og þær liggja ljósar fyrir Haraldur. Tengist þú þeim og þeim fordómum sem þær opinbera að mínu áliti með einhverjum hætti?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.7.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.