11.8.2007 | 17:18
Það er munur að vera maður.
Og míga standandi. Það gengur vel bisnessinn hjá Magnúsi og allt gott með það. En ég sé að við erum sammála um þetta andskotans Bakkafjörurugl. Nýjan Herjólf fyrir hina sem ekki geta fengið sér þyrlu.
Leysir eigin samgönguvandamál með þyrlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæltu manna heilastur.
Ólafur Ragnarsson, 12.8.2007 kl. 02:18
Hvað var búið að lofa Vestmannaeyingum?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.8.2007 kl. 05:36
Það er, held ég, búið að þrusa þessu bakkafjörurugli ansi langt í kerfinu, held ég, ekki síst fyrir það að ráðamenn í Eyjum virðast fastir í "sandpyttinum" á Bakkafjöru. Takk Ólafur.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.8.2007 kl. 10:30
legg til að fallið verði frá að kaupa nýja ferju, ekki verði byggð jarðgöng heldur hverjum eyjamanni skaffaður einn bíll eins og bond notaði í myndinni the spy who loved me
Óðinn Þórisson, 12.8.2007 kl. 13:13
Já margur verður að aurum api. Þetta datt mér í hug þegar ég heyrði viðtalið við þennan mikla bissnessmann sem þarf að fara í mörg kaffiboð hér og þar á suðurlandi. Hann hefur svo smekk til að hnýta í alþingismenn og lét eins og þeir væru ekki færir um að vinna sína vinnu. Hefði hann ekki kallinn, átt að þakka þeim í leiðinni fyrir gjafakvótann sem hefur gert hann ríkan og gert honum fært að selja bíla í Kópavoginum. Það vita jú allir að hann er að apa eftir öðrum og verði honum að góðu að hafa þyrluflugmann á launum í hvert skipti sem honum dettur í hug að skjótast. Alltaf jafn fyndið að hugsa um þetta
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.8.2007 kl. 23:29
Honum er nú oftar í hug að skamma ráðamenn fyrir að dansa ekki eftir sinni pípu og svo hefur alltaf verið. En mikill vill meira og það er nú varla hægt að lá manninum það að ganga á lagið og láta stöðugt laga lög og reglur að sínum þörfum ef menn hlaupa alltaf til þegar hann öskrar, við mundum sjálfsagt haga okkur eins. Núna síðast felldu þeir niður útflutningsálagið af óvigtaða fiskinum í gámunum og skammir og hótanir hans voru örugglega þung í því máli.
En svona hefur öll þrón kvótakerfisins verið Kolbrún, endalausir plástrar...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.8.2007 kl. 23:41
Magnús Toyota Kristinsson hefur komist langt á því að með frekju og látum hefur margt verið látið eftir honum. Ekki öfunda ég hann þótt að hann hafi eignast þyrlu og ættu Vestmannaeyingar að fagna því ofl. Er ekki alltaf verið að tala um að ekki sé nógu gott að allar þyrlur séu staðsettar í Reykjavík því nauðsynlegt að dreifa þeim um landið. Vonandi taka þeir Samherjamenn við sér og kaupa eina líka og Rammarnir á Siglufirði svo þarf HB-Grandi líka eina ef forstjórinn þarf að skreppa upp á Akranes. Segið þið svo að ekkert gagn sé af kvótakerfinu og hagkvæmni sitji þar í fyrir rúmi á öllum sviðum. Verkin tala.
Jakob Falur Kristinsson, 14.8.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.