12.8.2007 | 18:35
Hún veit hvað hún syngur þessi.
Það er ekki spurning að ISG hefur tilfinningu fyrir sínu fólki, betur en margur annar. Það er samt hægt að efast um öryggisráðsframboð en sjálfsagt ekkert annað að gera en að halda á við það mál, fyrst farið var af stað. Það væri ekki boðlegt að fara að pakka saman núna.
Íslendingar eiga að leggja metnað í að láta mál alþjóðsamfélagsins til sín taka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Er sköllótta kerlingin strax farin að herma eftir Halldóri Ásgrímssyni ? Ja, snemma tekur mikilmennskubrjálæðið völdin. Íslendingar eiga ekkert erindi í öryggisráðið. Peningunum er nær varið í lausn innanríkismála. Af nógu er að taka.
Njörður Lárusson, 13.8.2007 kl. 00:10
Sé nú ekki hvað þetta kemur hárprýði við, fremur en hjá Valgerði, Halldóri eða "Bubba kóngi", hinsvegar eins og ég sagði, þá er hún að taka við búi eftir þessi endemi og ætli það verði ekki að spila þeim bolta eitthvað áfram eins og farið var af stað. Ég hef aldrei séð tilganginn mað þessu mikilmennskurugli, en þau virtust sjá hann, eða allavega Halldór, og svo taka hin við bullinu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.8.2007 kl. 08:32
ISG er þá nýfarin að vita hvað hún gerir og ekki gef ég nú mikið fyrir tilfinningu hennar fyrir eigin fólki, hún er búin að éta allt ofan í sig , sem voru baráttumálin í kosningabaráttunni, bara fyrir ráðherrastólinn.
Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 09:18
...Ha,ha,...Ég hef ekki heyrt eða séð hana svo sem éta neitt ofaní sig, hvað er það sem hefur verið blásið af? Auðvitað dettur mér ekki í hug að það verði hægt að ná öllu fram sem fólk mundi vilja og allra síst á þremur mánuðum....ég ætla nú að sjá aðeins til....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.8.2007 kl. 11:25
Ef þú hefur hvorki heyrt eða séð neitt sem hún hefur étið ofan í sig, þá hefurðu ekki lesið stjórnarsáttmálann. Annars er ég sammála þér í því að hárprýði hennar eða nokkuð annað í fari hennar kemur því ekki við hvernig stjórnmálamaður hún er, persónulegt skítkast er engum til sóma.
Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 11:34
Verð að viðurkenna það að hann hef ég ekki lesið í þaula, bara á hundvaði, og það stakk mig svo sem ekkert, miðað við að auðvitað verða allir að gefa eitthvað eftir. Mér fannst meira að sega á sumum sviðum hafa verið staðið vel í ístaðinu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.8.2007 kl. 11:50
Varðandi ofaníát þá nægir að nefna að ISG neitaði á sínum tíma að sitja kvöldverðarboð með forsætisráðherra Ísraels í mótmælaskyni við framferði þeirra heima fyrir.
Nú heitir það hjá henni: "Ofsóttir gyðingar hefðu átt sér draum um heimaland, öruggt skjól og nú hafi fjölskyldur þeirra eignast sína heimahaga þar sem Palestínumenn bjuggu áður. Þess vegna geti ísraelsk stjórnvöld útskýrt aðgerðir sínar og það sé jafnvel hægt að skilja hvers vegna þau reisi girðingar og múra milli sinna þegna og hinna sem sækja að þeim."
Jón Bragi (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.