25.8.2007 | 00:53
"Þá vilja Vestmannaeyingar"
"Að byggðakvóti og línuívilnun verði aflögð". Það er nú engu líkara en að þessi tilkynning hafi verið samin í heild sinni í Toyota, nema að ég hélt af fyrri fregnum að Magnús vildi alvöru ferju?
En það verður ekki á þá logið þarna úti, alltaf lenda þeir í að vera einir á báti í sínu rugli. Ég hélt nú að þeir væru að biðla til allrar þjóðarinnar eftir peningum í delluna, en endilega þurfa þeir að lenda í að fá alla sem etthvað leggja eyrun við þeim upp á móti sér....?
Vilja að framkvæmdum við ferjuhöfn í Bakkafjöru verði flýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af því að ég hef ekkert vit á hvað "línuívilun"er og hef aðeins svona nasasjón af hvað byggðarkvóti er,hætti ég mér ekki í þá umræðu.En inni í samgöngu málin er ég kannske aðeins,og það eiginlega sem áhorfandi.Mér fannst Magnús gefa afdráttarlausa yfirlýsingu um þau er hann fagnaði nýrri þyrlu sem hann keypti.Ég er kannske ekki alveg sammála um "þá þarna úti"Satt að segja held ég að það sé ekki meirihluti fyrir þessu"Bakkafjöruæfintýri"hér.Allavega hjá ekki hjá fólki sem komið er á efri ár og SEM ekki eiga sumarhús uppi á Bakka.En nýtt og hraðskreiðara skip(ekki mikið stærra)er á óskalista flestra..Ég er ekki Vestmannaeyjingur að ætt eða uppruna en er Íslendingur.En mér finnst stundum eins og við hér í Eyjum séum litin hálfgerðu hornauga sem"fólkið þarna úti"Er ekki verið að ráðast í samgöngubætur allstaðar á höfuðborgarsvæðinu.Ég sá í sjónvarpinu að fólk í Kópavogi þurfti að bíða í HEILAR 10 mínútur til að komast leiðar sinar í gær.Ég vissi um konu hér um daginn sem ekki komst til læknis í bænum nema að fljúa og svo að nota leigubíla í bænum því upppantað var í Herjólf í marga daga.Og svo maður noti útjaskaða meiningu.Myndi þér líka það að verða að skrá þig með margra daga fyrirvara í Kambana ef þú þyrftir endilega að fara þá.En hvað mig sjálfan áhrærir þá líður mér svo vel hérna að ég hef ekkert að sækja upp á land og fer þangað ekki ótilneyddur.Þessvegna dygði Herjólfur eins og hann er í dag mér.Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 25.8.2007 kl. 23:42
Blessaður Ólafur!
Það er alveg augljóst, að því fylgir alltaf einhver hefting á ferðamöguleikum að vera eyjamaður, bæði í Vm. og annarsstaðar. Hvað Vm. áhrærir er það að mínu viti alveg ásættanlegt, því Vm. er stórkostlegur staður og þó ég hafi aldrei búið þar, þá hef ég mikið komið þar og átt þar mikil viðskipti í veiðarfærum og öðru í gegnum tíðina, auk þess að vera með bát þaðan eina vertíð. Málið snýst um að gera þessa ferðamöguleika ásættanlega og það eru held ég allir sammála um, þessvegna eru flestir sammála um að niðurgreitt flug er ekki spurning og ferja ekki heldur, en göng eru að flestra mati, eðlilega, kjaftæði og Bakkafjara ætti að vera það líka. Nýr og öflugur Herjólfur, sem fengi þá meðgjöf að það væri hægt að keyra á fullu afli, ætti að vera fyrsti kostur að mínu mati og bæjarstjórar sem aðrir ætti að vera fullsæmdir af sjóveiki þar í svona 1 1/2 til 2 tíma af og til.
Svo er auðvitað hægt að gera sér lífið flókið, eins og fram kom í fréttum á dögunum, með því að bóka skipið fullt langt fram í tímann, bara til öryggis og mæta síðan ekki til skips á sama tíma og veikar konur þurfa kannski að taka flug og leigubíl...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2007 kl. 10:34
Innilega sammála.
Ólafur Ragnarsson, 26.8.2007 kl. 18:44
Vestamannaeyingar verða að fara að komast að sameiginlegri niðurstöðu hvað sé best í þeirra samgöngumálum. Að vera að deila um nokkra kosti er bara til að tefja að nokkuð verði gert. Ég hef aldrei búið í Eyjum en var þar fyrir nokkrum árum sem vélstjóri á humarbát og kynntist því að þarna býr hið besta fólk sem á virkilega skilið úrbætur í sínum samgöngubótum, en þeir verða fyrst að vera sammála um eina leið sem verður keyrt á fulla ferð. Ég er sammála því að nýr og öflugur Herjólfur ætti að vera fyrsti valkostur og nýtast best.
Jakob Falur Kristinsson, 6.9.2007 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.