Fréttir af Grindvíkingum...

"Grindvíkingar stórhuga"


Grindvíkingar kynntu í gær á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum stórhuga framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem boðið verði upp á orku og nægt landrými fyrir áhugasöm fyrirtæki. Þetta séu nýjar varnaraðgerðir vegna mikillar óvissu í sjávarútvegi.

Orka, umhverfi og hagkvæmni eru lykilorðin í framtíð atvinnuuppbyggingar í Grindavík en heimamenn eru afar ósáttir við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og horfa nú fram á veginn á annað en sjávarútveg. Þar sé ríkisvaldinu ekki treystandi.

Ólafur Örn bæjarstjóri Grindavíkur flutti erindi þar sem hann lýsti áformum heimamanna um varnaraðgerðir vegna óvissu í sjávarútveginum.

"Við erum að bregðast við þessari óvissu með nýju útspili í atvinnumöguleikum hér í Grindavík. Við erum að skipuleggja stór iðnaðarsvæði og ætlum okkur að nýta orku hér í okkar landi. Það eru fyrirtæki sem hafa verið í sambandi við okkur, m.a. eitt mjög stórt og önnur minni þannig að málið er komið af stað. Við munum fara í öfluga markaðssetningu á Grindavík út frá þessum þætti og beina henni til fyrirtækja sem þurfa orku og landssvæði.

Það er stefnt að því að vinna þessi mál í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja. "Við viljum sjá uppbyggingu atvinnusvæði hérna megin á skaganum líka. Aðalatriðið er að bregðast við óvissu ástandi í sjávarútveginum. Við erum neyddir til þess.Ekki hafa stjórnvöld létt okkur lífið eftir niðurskurðinn þar og þess vegna þurfum við að taka nýjan vinkil í okkar framtíðaruppbyggingu."

 Svona hljóða fréttir gærdagsins af þeim grönnum okkar í vestri. Ólík eru nú efnistökin hjá þeim eða okkur, hér grenja menn úr sér augun yfir að vera að leggja á hilluna áform um Álbræðslu (sem reyndar var aldrei neitt nema froðan) en ég sé ekki neinn harmagrát í þessari frétt og hvergi minnst á Álver. Auðvitað er hægt að draga að sér eitthvað í staðinn fyrir sjávarútveginn, allavega á þessum svæðum hér í kringum höfuðstaðinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Þór Ingólfsson

gó gó Grindavík.

Enda er alls ekkert að grenja yfir.  Fékkst ekki fullt af peningum fyrir Hitaveituna?

Að sjálfsögðu þýðir ekkert annað en standa upp, dusta af sér moldina og halda áfram.

Í ofanálag verður öll íþróttaiðkun barna FRÍ í Grindavík á næsta ári.

Ég er í alvöru að pæla að flytja aftur heim.

Myndi gera það ef það gengi lest á milli. 

Bergur Þór Ingólfsson, 12.11.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hljóta fleiri og fleiri að hugsa til þess að flytja heim að námi loknu, þegar mannlífið er að gera sig og nóg er við að vera...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.11.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband