29.11.2007 | 11:51
Enn og aftur Sóley.
Það er með ólíkindum að geta fundið sér það til dundurs að nöldra yfir þessari nýbreytni Hagkaupa. Já og kalla það "gamaldags viðhorf". Ég sé ekkert gamaldags við þessa nýbreytni og er viss um að margir dröslast frekar í búðina fyrir bragðið, vitandi af að hægt sé að setjast niður, ef þeir (eða þær) eiga ekki erindi í einhverja deildina, sem hinn aðilinn þarf að erinda í. Það dregur mig ekki þangað en mér finnst þetta ágætt mál fyrir þá sem þurfa...
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En af hverju ættu einhverjir þá að vera að dröslast með í búðina ef þeir geta setið heima hjá sér? Ekki fer ég í Hagkaup eingöngu af því að einhver auglýsing fullyrðir að þar finnist Íslendingum skemmtilegast að versla. Ef ég er að leita að einhverju sem mögulega gæti fengist þar þá fer ég, en mér dytti ekki í hug að taka einhvern með mér (maka, vinnufélaga, vin/vinkonu) bara svo sá aðili þyrfti ekki að vera einn einhversstaðar annarsstaðar.
Quackmore, 29.11.2007 kl. 12:52
Það þarf nú að hjálpast að við að bera pokana í bílinn og svona og kannski skemmtilegra að vera tvö.
En fyrst þú nefnir það með að taka bara einhvern með sér í búðina. Síðan markaðir fóru að vera opnir allan sólarhringinn í Bretlandi eru stórmarkaðir orðnir miklir "stefnumóta" staðir. Kannski kemur það, allt sem gert er á Íslandi hefur verið gert í Bretlandi fyrir tíu árum, allt eftiröpun þaðan.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 13:01
Reyndar skil ég hugsunina að hafa einhvern með sér til að bera út pokana, en svo má líka notast við innkaupakerrur til að koma góssinu út í bíl. Ef það væri hinsvegar matvara og búsáhöld sem pokarnir innihéldu myndi ég gera þá kröfu að sambýlingur minn (ólíklegt að ég tæki vini eða vinnufélaga með í slík innkaup) hefði eitthvað um valið að segja.
Og ef annar aðilinn er ekki "með" nema bara í bílnum á leiðinni í og úr búð, þá er það nú bara óþarfa tímaeyðsla fyrir burðardýrs-aðilann. Aldrei held ég að ég færi með einhverjum í verslunarleiðangur bara til að vera félagsskapur meðan á bílferð stæði.
Ef ætlun konunnar er að fara gagngert til að skoða föt og snyrtivörur þá verður karlinn bara að segja "nei takk, ég verð bara heima á meðan" eða "ég skrepp þá eitthvert annað á meðan".
Quackmore, 29.11.2007 kl. 14:32
Ekki spurning Kristinn, láttu mig vita ef þú verður á ferðinni sunnan heiða....Og við förum í "pössun"....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 23:55
Akkúrat, þetta er kosturinn við svona "ófreskjur" eins og svona markaðir eru, að það er kannski hægt að fara útúr traffíkinni og tilla sér niður....jafnvel að komast í "pössun"....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.11.2007 kl. 12:02
Það má ræða svona pössun við mig svo framalega að það sé ekki einhver í svipuðu kalíberi og rússneskur kúluvarpar sem hefur yfirumsjón með pössuninni..
Hallgrímur Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.