Undarlegt minni

Það verður að segjast eins og er, að í þessari frétt koma fram undarlegar fullyrðingar sem skilja má á þann veg að úthald skipa hafi minnkað við tilkomu kvótakerfis í fiskveiðum, en því er auðvitað þveröfugt farið með togaraflotann, eins og skoða má í skýrslum.

Og hún ætlar að verða lífseig þessi öfugmælavísa um að auðveldara hafi orðið að skipuleggja veiðarnar með tilkomu kvótakerfisins, það er nú ekkert minna en stórundarlegur málflutningur sem afar erfitt er að finna útúr.


mbl.is Einn togari á miðum yfir jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú þarft nú ekki að lýsa fyrir mér hvernig þetta hefur gengið fyrir sig, hvorki fyrir eða eftir kvótakerfi, það man ég allt of vel.

Ég þarf svo ekkert að leita neinna raka fyrir stór fjölgandi sóknardögum togaraflotans eftir að kvótakerfið var tekið upp, það geturðu skoðað í skýrslum um úthald togaraflotans fyrir og eftir og/eða einstakra skipa. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.12.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gleðilega hátíð samt sem áður. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 24.12.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Með tilkomu kvótakerfisins fækkaði skipum hratt og fjárfesting í atvinnutækjum minnkaði, áhersla á gæði afurðanna jukust og veiðarnar urðu arðbærari.

Og þrátt fyrir þessa miklu hagræðingu aukast skuldir útgerðarinnar sem aldrei fyrr.Óska ykkur gleðilegra jóla,og megi þetta kvótaár færa enn meiri auð í garð ´sægreifanna,þótt þeir hirði ekki um að greiða skuldir sínar.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.12.2007 kl. 13:31

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mjög góður punktur Ari, Þær eru margar þversagnirnar og öfugmælavísurnar sem sem menn eru að tyggja á eins og einhverjum sannleik um kvótakerfi Framsóknar og andskotans.

Já Gleðilega jól allir sem hér koma inn, Sægreifar sem aðrir....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.12.2007 kl. 14:39

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur þú veist álit mitt á þessu kvótakerfi og ekki meira um það nú á jólum. Ég óska þér og þínum Gleðilegra Jóla og gæfuríks komandi árs, þakka bloggspjall á liðandi ári.

Hátíðarkveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.12.2007 kl. 17:15

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.12.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband