15.1.2008 | 16:33
Þvagleggur kominn á keðjur.
Það er öruggt að þarna hefur "Leggur" þurft að fjárfesta í keðjum. það er ótrúlegt að það hafi verið til keðjur í skúrnum.
Hann Gvendur frá Haugi var nú á keðjum samt þegar hann paufaðist með okkur hjónakornin á fæðingarheimilið í Reykjavík á Þorláksmessu fyrir þrjátíu og tveimur árum. Og hann var einsamall kallinn, á Maríu, (man nú ekki alveg hvort hún var svört eða græn) og lét konuna sitja á milli okkar í framsætinu. Það þarf ekki að orðlengja, að það rétt hafðist að koma þeirri ófrísku í hús og barnið var fætt. Guðmundur, man ég, var ansi svekktur hinsvegar að fá ekki að æfa sig í að taka á móti barni, hann var nýbúinn að fara á námskeið...en ég var voða feginn...þó ég missti af að vera viðstaddur fæðinguna, útaf "óðagotinu".
En ófærðin í morgun var barnaleikur hjá þessu veðri á Þorlák 1975......
Keðjur undir lögreglubílinn í fyrsta sinn í manna minnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey! ertu ekki að misreikna þig?
Kata (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:52
Ha, ha, ..ert þú þarna dúllan mín, já þú vilt auðvitað ekkert kannast við þennan aldur, þó ekki væri. Ég var nú ekkert að reikna neitt, hún kristín hefur verið eitthvað ofarlega í huga mér, en þú ert náttúrulega ekki nema 32 og það leiðréttist góðfúslega hér með...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.1.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.