10.2.2008 | 04:34
Falleg útför frumkvöðuls.
Tók í gær þátt í útför góðs vinar, samstarfsmanns og frumherja hér í Þorlákhöfn. Til moldar var borinn Benedikt Thorarensen fyrrverandi forstjóri Meitilsins hér í Þorlákshöfn, sem var eftirlæti (þ.e. Meitillinn) og hugarfóstur föður hans Egils G Thorarensen kaupmanns og síðar kaupfélagsstjóra á Selfossi.
Bensi, eins og við nefndum hann, var afar sérstakur og að mörgu leiti stórbrotinn persóna sem vægast sagt átti nú ekki skap við alla, gat verið afar kaldhæðinn að áliti sumra, en eins og Baldur bloggvinur minn sagði í svo frábærum minningarorðum um Bensa i gær" ef hann skaut, var um að gera að skjóta til baka og þá oftar en ekki fékk viðkomandi virðingu Bensa á eftir"
Því nefni ég þennan vin minn hér á blogginu að við unnum saman í stjórn útvegsmannafélags Þorlákshafnar um 8 ára skeið, ég sem formaður og Bensi sem ritari, og það er margs að minnast.
Síðast hitti ég Bensa hér í búðinni á vikunum fyrir jól og eins og venjulega tokum við smá snerru um kvótakerfi Framsóknar og andskotans og hann taldi, eins og hann hafði sagt svo ótal sinnum áður, að við þyrftum að setjast niður og rifja upp hryllinginn og allt um það hvernig þessum ólögum varð yfir okkur komið. Bensi nefnilega var kvótasinni þegar við vorum að vinna saman að málum útgerðarmanna í næst minnsta útvegsmannafélagi á landinu hér í Þorlákshöfn og nánast vændi mig um landráð að ég skildi ekki kaupa skepnuskapinn orðalaust. En það átti eftir að breytast.
Það hefði enginn maður getað trúað því árið 1985 að Bensi vinur minn mundi sjá svo rosalega til lands í þessum málum að hann kastaði trúnni algerlega...þ.e. þessi gegnheili Framsóknarmaður taldi að nú væri hann búinn að gera nóg fyrir Framsókn, Esso, Samvinnutrggingar og allan þann pakka, hann opnaði augun.
Hann Bensi var ekki "síðsti móhikaninn" af þeirri kynslóð sem hér settist að uppúr 1950 en þegar hann kom hér voru heimilisfastar 4 manneskjur í Þorlákshöfn. En þeim fækkar ansi hratt finnst mér þessi árin og mér finnst rosalegur sjónarsviptir að hverjum og einum.
Hann Bensi taldi sig finna á eigin skinni hvernig þessi hrikalegu ólög fóru með fólk og fyrirtæki í sjávarplássum landsins, hann horfði hér á þorp 1500 manna, sem hann taldi sig og sitt fólk hafa byggt upp eigin hendi í kringum fiskveiðar og vinnslu. Síðan sér hann allar heimildir til fiskveiða hverfa héðan á braut í einu vetvangi, með því að ESSO ákvað að þeirra eign í fyrirtæki Sunnlendinga, Meitlinum, færi til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Það eru mjög margir sammála Bensa vini mínum, BLESSUÐ SÉ MINNING HANS og ég ætla að lyfta glasi til minningar um vin minn þegar sjómenn og verkafólk í fiskvinnslu nær vopnum sínum að nýju.
Far vel kæri vinur....
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 1157
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.