Ólíkt höfumst við að...

Þessi frétt er tekin af vef INTERSEAFOOD í dag og greinir frá baráttu strandveiðimanna í CHILE og þar er greinilega einhver annar mórall í gangi en hérlendis...? Er ekki hægt að læra eitthvað af þessu...?

08-02-13

Strandveiðimenn í Chile farnir í stríð gegn togveiðum

Það er víðar en á Íslandi sem smábátamönnum og fleirum finnst nóg um ágang togara, togskipa og dragnótabáta allt uppí kálgarða. Á sama tíma og umræðan á alþjóðavettvangi er öll á einn veg - þ.e. að ýta þessum veiðarfærum frá landi, hafa veiðisvæði þeirra stækkað hér við land.

Í Chile hafa samtök strandveiðimanna, Chilean National Confederation of Artisanal Fishermen (CONAPACH) hafið herferð gegn togveiðum við strendur landsins. Strandveiðimenn frá San Antonio, Valparaiso, Renaca, Higuerillas og Con Con eru staðráðnir í því að snúa almenningsálitinu gegn togveiðum. Markmiðið er að safna 100 þúsund undirskriftum undir bænarskjal til stjórnvalda um að setja löggjöf sem bannar skaðlegar veiðar - s.s. togveiðar iðnaðarskipa.

CONAPACH staðhæfir að fjöldi strandveiðimanna byggi afkomu sína á stofnum sem nú eru að hruni komnir vegna togveiða.

Heimasíða CONAPACH er: Elimine mos el Arrastre

Myndin er af gunnfána herferðarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Já Hafsteinn hvernig væri að fara í fjörunna í vor og reyna að fiska eitthvað í staðinn fyrir að vera að greiða stór fé fyrir veiðileyfi í einhverri misjafnlega góðri veiðiá,djöf..yrðum við flottir á stuttbuxunum með góðan stól og bjóra í örmunum,svo kæmu kellingarnar með matinn tilbúinn til okkar ? Eða nei nei láum þær eiga sig þar til seinna um kvö............  

Vignir Arnarson, 14.2.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband