26.2.2008 | 15:21
Hvað ætli þurfi mikinn hluta þjóðarinnar til að fá málið rætt?
Það auðvitað endar með því að við verðum að skoða hvað er í þessum pakka. Það þarf allavega að ræða hverju er hægt að landa þarna í samningum. Sérstaklega er það aðkallandi núna ef það er ljóst að við getum ekki skipt út krónunni öðruvísi, það held ég að margir sjái fyrir sér akkurat núna.
Stuðningur við ESB rúm 55% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Mér þykir það ekki gott að fara úr öskunni í eldin.
Við búum við ýmis vandamál. margt mætti betur fara. en vandamálin sem við erum að glíma við eru af þeim toga að flestar þjóðir í heiminum myndu gefa hægri hönd og báða fæturna fyrir.
Fannar frá Rifi, 26.2.2008 kl. 18:58
Á ég að segja þér Fannar, ég held að LÍÚ og aðrir slíkir, sem hafa barið niður allar umræður um þetta mál, á fölskum forsendum, séu að missa þau tök sem þeir hafa haft, til allrar hamingju.
Málið þarf að ræða, sjá hvað getur verið á borðinu og hugsanlega að kjósa um það, ef þeim sem um málið véla sýnist það þesslegt... Þannig er nú það og þannig verður þetta, hafðu mín orð fyrir því...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 19:17
málið er einfalt. vilt þú að þeir sem þú og aðrir kýst til alþingis og sem forseta landsins, séu æðsta yfirvald þjóðarinnar eða viltu að æðsta yfirvald þjóðarinnar sé Brussel?
Ef það er seinna þá legg ég til að þú gangir alla leið styðjir það að forseta embættið verði lagt niður, við tökum upp aftur konungssamband við Danmörku og höfuðborg landsins verði Kaupmannahöfn.
En talandi um LÍÚ og sjóinn. Vilt þú virkilega fá yfirstjórn fiskveiða verði eins og hún er í norðursjó? að fiskurinn við íslandsstrendur verði líkt og sá breski, verði unnin á spáni eða í portúgal?
Fannar frá Rifi, 26.2.2008 kl. 21:32
Mér finnst nú að maður á þínum level eigi nú að vita betur en að láta svona bull frá þér Fannar. Ég bar ætla þig ekki svo tæpan að trúa þessu sjálfur, enda held ég að þér sé fullkunnugt um að þjóðhöfðingjar og þing eru starfandi og takandi ákvarðanir um alla Evrópu.
Ég veit nú ekki betur en það hafi komið frá Kristjáni Júlíussyni fyrir nokkrum dögum, að leggja beri af hömlur á eign útlendinga í sjávarútveginum, svo hver er munurinn?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 21:42
mér alveg sama hvað hann sendir frá sér. ég er á móti þeirri tillögu.
jú þeir eru starfandi. ennþá. en segir sameiginlegur kjörinn forseti og sameiginileg stjórnarskrá þér ekki neitt?
En nú skal ég koma með það að viti. Skoðanna kannanir fréttablaðsins eru mjög lélegar og ónákvæmar svo vægt sé til orða tekið. 700 manna úrtak úr símaskrá. já það er sú aðferð sem þeir beita. það eru heilubyggðarlögin sem aldrei er hryngt í því að þau eru á vitlausri síðu.
20.000 króna verkamannalaun eru hinsvegar eitthvað sem við fengjum. ESB vill og er að samþykkja að það verði leyfilegt að borga í frakklandi, rúmmenskum verkamanni rúmmensk laun.
kjarasamningarnir eins og við þekkjum þá yrðu þá í raun marklausir þar sem útlendingar myndu bara vinna fyrir útlensk fyrirtæki og bjóða í öll verk og borga þannig laun að ekkert íslenskt fyrirtæki gæti nokkurntíman boðið í það.
Fannar frá Rifi, 26.2.2008 kl. 22:30
Ég held að við leysum þetta ekki hérna, en ég mundi treysta samningamönnum frá Íslandi til að draga út kjörin og kostina og síðan yrði bara kosið um það. Mundi ekki hafa neinar áhyggjur af því. En ég hef áhyggjur af hvernig menn léta tímann líða án þess að vera neitt að gera.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.