9.3.2008 | 09:55
Ég sé það nú ekki alveg fyrir mér.
Það er nú afar snúið að ímynda sér Hæstaréttardómarana standa í kritum við almenning í fjölmiðlum við að reyna að gefa skýringar á dómum sínum. Mér er nær að halda að niðurstöðurnar, (og þá væntanlega lögin?) þurfi að færast nær heilbrigðri skynsemi og hugmyndum almennings um réttlæti. Hann Jón Steinar getur röflað sig hásan um þetta, en fólkið hefur allt of oft ekki trú á réttlætinu hans, sem er raunar undarlegt í sjálfu sér því hann er auðvitað góður lögmaður.
Vandamálið er að sjálfsögðu, að fólki finnst of mörg sæti dómara hafa gengið kaupum og sölum hjá stjórnmálaflokkum, og þá sérstaklega á síðustu árum og treystir ekki of vel vinum og vandamönnum seðlabankastjórans. Ekki alltaf vegna viðkomandi einstaklinga, heldur vegna vinnubragðanna við að velja þá til starfa....
Dómarar tjái sig opinberlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér Hafsteinn að skipun dómara sé í höndum dómsmálaherra, hlítur að bjóða hættuni heim að við sitjum uppi með dómara í hæstarétti sem álíta það hlutverk sitt að verja skoðanir sinna velgjörðamanna. Jón Steinar er lýsandi dæmi um ástandið.
Þess skal getið að ég ber afarlítið traust á Hæstarétti Islands, og hef gert það til margra ára. Það er óþolandi að mesta réttaróvissa sem við búum við í dag er sú að hversu mismunandi dóma við fáum eftirþví hverjir skipa dóminn hverju sinni.
Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að Hæstiréttur á ekki að birta klofinn dóm, því hann er enginn dómur. Að fá á sig dóm þar sem 3 dæma þig sekan, en 2 óskan er skelfileg lífsreynsla. Fá svo jafnvel túlkun frá lögmanni sínum að betri tveir hafi verið á þínu máli, og því hafir þu haft rétt fyrir þér í raun.
haraldurhar, 9.3.2008 kl. 14:39
Ég sé að við erum algerlega sammála um þetta mál, eins og fleiri Haraldur. Það er líka finnst mér merki um að dómstólarnir séu ekki sterkir á svellinu, hversu mörg mál koma í hnakkan á þeim aftur utan úr heimi...eins og t.d. þessi síðasti frá Mannréttindanefndinni
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.3.2008 kl. 15:02
Það að jafn virtur hæstaréttarlögmaður og Jón Steinar veki máls á þessu er mjög jákvætt.
Þetta getur ekki annað styrkt dómstólana og þá er sitja í þeim.
Það má vera að skipan dómara ætti að vera í höndum einhvers annars en ráðerra, ekki getur hún verið í höndum dómaranna sjálfara þannig að þangað til að menn koma sér saman um einhverja aðra laus á ráðningu dómara þá held ég að þetta sé besta lausnin að ráðherra skipi dómara.
Óðinn Þórisson, 9.3.2008 kl. 15:45
Hafsteinn það er ekki svo merkilegt að við séum sammála enda marga fjöruna sopið, og það ekki ólíka. Eg held að við eigum met í fjölda dóma hjá Mannréttidanefndinni ( alla vega miðað við fólksfjölda) og er það ekki furða með stórnarhætti sem jafnvel ´þættu vafasamir í Afríku, og nægir þar á skipun dómara á undanförnum árum. Dómstólar á Íslandi hafa alltaf verið hallir undir ríkivaldið. Sem dæmi nú á sl. dögum, þá er verið að dæma fólk vegna brota á skilum á svokölluðu rimlagjöldum, og ég tel að ef jafnræði væri með þegnunum ætti að dæma og reka forstöðumenn frá embættum, er fara fram úr fjárheimildum, og þá ekki síst með það í huga þessir stjórnendur vinna með fjárframlög, en oft á tíðum hafa framkvæmdastj. fyrirtækja er dæmdir eru verið sviknir um greiðslu f. verk sín, eða einhverjar ófyrisjáanlegar orskari orðið til þess að þeir gátu ekki staðið í skilum.
Það er ekki sama Jón og SéraJón.
Óðinn að Jón Steinar sér virtur hæstaréttarl. þá er hann það ekki hjá mér, en hann er það eflaust hjá innvígðum og innmúruðum. Jón hefur verið málpípa og málsvari fyrir ríkjandi vald og valdamenn á sl. árum, og fyrir það eitt og sér tel eg hann óhæfan dómara.
Í þrískipingu vald er óforsvaranlegt að fulltrúi framkvæmdavaldsis, geti skipað dómara og þarf nú ekki fara langt afturí tímann til að sjá skipun á manni í dómarsæti er meira segja virtir lögspekingar sega vera brot á stjórnskipunni.
Óðinn þú ættir að lesa þig til um tilurð og dóm sem hefur verið kallaður öryrkjadómurinn, afkipti stjórnvaldsins við dóminn, og ekki síður þegar Davíð fékk dóminn, og hver voru viðbrögð hans um ummæli.
haraldurhar, 9.3.2008 kl. 18:09
Óðinn, ég sé að þú telur þetta best komið í höndum ráðherra. Það gæti vel verið ef ráðherran væri einhver annar, þessi hefur sannað sig algerlega vonlausan á þessum vettvangi. Kannski gæti það gengið ef hann notaði stjórntækin sem voru sett inn til að vinna með. Ég get ekki heyrt betur, en að núverandi ráðherra sé fremur vandamálið en fyrirkomulagið á ráðningunum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.3.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.