Frétt af loðnuverði.

Hér er frétt af loðnuverði hjá HB Granda, sem í sjálfu sér kemur engum sem eitthvað þekkir til fiskverðsmála á Íslandi á óvart. Nú er allur loðnuflotinn nánast kominn í eigu stórfyrirtækja sem reka verksmiðjurnar og þetta eru afleiðingarnar.

Ekki er það betra þegar skoðað er hvernig stórfyrirtækin fara með sjómennina á þorskveiðunum, eða nánast hvar sem borið er niður, því þar er auðvitað sama uppi og undirlægjurnar hjá "sjómannasamtökunum" leggja blessun sína yfir smánarverð fyrir fiskinn inní verksmiðjur stórútgerðanna, þar sem er bara hlegið að þeim og öllu vísað til "verðlagsstofu skiptaverðs" og árangurinn geta allir kynnt sér. En þarna hefur einhver rumskað hjá verkalýðsfélaginu á Akranesi, en framhaldið verður auðvitað ekkert, fremur venju.

"Nokkurar gremju gætir meðal íslenskra sjómanna vegna þeirrar staðreyndar að vinnslufyrirtæki hafa verið að greiða erlendum skipum mun hærra verð fyrir landaða loðnu á yfirstandandi vertíð. Kemur þetta fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness í dag.

Segir á síðunni að HB Grandi eigi og reki fjögur uppsjávarskip og greiði skipunum 7 krónur fyrir hvert kíló sem landað er af loðnu í bræðslu og 80-90 krónur fyrir loðnuhrogn allt aftir gæðum þeirra. Þá segir að verið sé að greiða færeyskum skipum á bilinu 25-28 krónur íslenskar fyrir kílóið af loðnu.

Meðalverð hjá íslensku skipunum hefur verið á bilinu 13-20 krónur á yfirstandandi vertíð. Talsverðu getur því munað.

„Þann 6. mars sl. landaði færeyska skipið Finnur Fríði 1600 tonnum á Akranesi á meðalverðinu 1,80 danskar krónur sem gera 25 íslenskar krónur. Aflaverðmæti skipsins var því 40 milljónir ISK. Meðalverðið hjá íslensku skipunum í kringum 6. mars sl. var frá 15-17 ISK og því hefðu 1600 tonnin gert 25.600.000 ISK. Munurinn er því 14.400.000 krónur. Hásetinn á íslensku skipunum er með ca 15.000 kr.  fyrir milljónina og ef íslensku skipin væru að fá sama verð og þau færeysku væri hásetahluturinn á íslensku skipunum 210.000 krónum hærri fyrir 1600 tonna loðnufarm.“ segir í fréttinni á heimasíðu félagsins.

Segir Verkalýðsfélag Akraness það vera með öllu óþolandi að útgerðir sem selja afla sinn í eigin vinnslu skuli geta greitt erlendum skipum mun hærra verð en sínum eigin, og það bitni first og fremst á sjómönnunum.

„Þetta er eitthvað sem sjómenn eiga ekki að sætta sig við og er íslenskri útgerð til vansa.“ segir að lokum. "

Tilvitnun tekin af heimasíðu verkalýðsfélags Akraness.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Formanni Verkalýðsfélagsis á Akranesi missir öruglega af einhverjum kokktelboðum, og sporslum vegna þessarar ósvífni að vekja athygli á því arfavitlausa fyrirbæri sem heitir Verðlagsstofa Fiskiðnaðarins.

    Eg hef ætíð haldið að það samrýmdist ekki eðlilegum viðskiptaháttum, og þar að síður reglugerðum ESS, að ekki væri til eðlileg verðmyndun á fiski, og veit ég ekki betur en algjör aðskilnaður sé lögboðinn í EB. á milli útgerðar og vinnslu.  Það væri skömminni skárra að hafa útgefið lágmarksverð, heldur en þessa vitleysu.

    Það er lyginni líkast að samtök sjómanna, skuli semja uppá skiptakjör, þar sem útgerðinn er nánast gefið sjálfdæmi um verðlagninu aflans, og sýnir okkur hversu aum hún er, og hefur nánast aldrei haft kjark né afl til nokkura hluta en eltast við kvótalausa auminga sl. ár.

    Hafsteinn þú veist að það er skilvirkasta leiðinn til að ná niður launahlutfalli og kostnaði í útgerð og fiskvinnslu, að hafa fiskverðið sem lægst.  Eg tel nánast öruggt að ef þessi ólög færu fyrir alþjóðlegan dóm, þá yrðu þau dæmd ómerk, svo er bara vita hvort verkalýðsforkálfarnir, væru dæmdir til að endurgreiða til skjólstæðina sinna.

haraldurhar, 13.3.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þó að lágmarksverð geti verið gallað líka (eins og hefur sýnt sig í Noregi) þá er það skárra en þessi vitleysa. Uppsjávaraflann á auðvitað að selja í miðlægu óháðu sölukerfi, þannig að sá sem borgar best fær aflann.

Þetta væri einhversstaðar kallað glæpamennska og mafíósar þeir sem fyrir því færu ...og hvað væru þá kallaðir "sjómannaforingjarnir" sem gefa glæpamennskunni starfsfrið???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband