24.3.2008 | 10:21
Skelfilegur vegarkafli.
Ég er nú ekki daglega á ferð á þessum vegi, helst þegar sótt er eða farið með fólk í flug. Ég hef þó tvisvar orðið vitni að svonalöguðu á leið suður eftir í vetur. Það er, að vera á eftir bíl sem taldi sig vera á tvöfaldri akrein, líkaði ekki akstursmátinn á "ferðafélaganum" fyrir framan og "skipti um akrein", sér ekki mjög langt, því það er brekka þarna og í því kemur bíll á móti, en hinn rótaði sér ekki fyrr en á síðustu stundu, ég áttaði mig hreinlega ekki hvað bjargaði því að ekki varð þarna stórslys. Í öðru tilfelli á leið suður eftir líka stóð ekki eins tæpt, en nógu djöfullegt samt, að horfa á þetta gerast en geta ekkert að gert, annað en leggjast á flautur.
Það er vonandi að vegurinn verði ekki mikið lengur í þessu ástandi sem nú er. Svakaleg slysagildra fyrir ókunnuga.
Fimm á slysadeild eftir umferðarslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammál með þennan spotta.
Ek þarna daglega stundum 3 ferðir á dag og þegar maður kemur frá grindavíkurafleggjaranum niðu á brekkuna austan á stapanum finnst manni stundum að maður sé að koma á tvöföldunina þetta getur verið svo fjári villandi þó fólk þekki þetta.
Er alveg ótrúlegt hvað það fer inn í undirmeðvitundina að þarnasé tvöföldun veit ekki hvað gerist en sennilega er það vellíðunartillfinningin og öryggið sem maður finnur fyrir þegar hin raunverulega tvöföldun tekur við við Vogaafleggjara sem innstimplast svona djúpt í manns haus svo verður þetta bara sjálvirkt að næsta útskot með tveimur akreinum og sjá svo aðrar tvær til hliðar gerir þetta að verkum sennilega að heilin segir ósjálfrátt TVÖFÖLD akbraut.
Guðnundur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.