Hann forherðist nú stöðugt þessi larfur.

Það er óhætt að bóka það að úr þessum ranni fá menn ekkert annað en forherðingu og kjaftbrúk. Honum ferst að vera að gera mönnum upp skoðanir? Það hefði nú átt að vera hægt að klæma saman þessu bulli á styttri tíma en þessum vikum og skila af sér eitthvað fyrr en kortéri fyrir eindaga. En hann hefur alltaf komist upp með að haga sér eins og honum sýnist og gefa öllu langt nef í kringum sig. Það er með ólíkindum að Flokkurinn skuli ekki vera vandari að virðingu sinni en það, að bjóða þjóðinni uppá þessi vinnubrögð og bakka þau upp. Árna Mathiesen hefði átt að vera búið að losa þjóðina við úr ráðuneyti fyrir löngu, það er ekki svona mikill skortur á nothæfu fólki í Sjálfstæðisflokknum.
mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hrokinn í þessum manni er með ólíkindum og tímabært að fjarlægja svona óværu úr stjórn landsins! Embætti umboðsmanns Alþingis er semsagt ónýtt drasl að mati Árna og ekkert að marka það sem þaðan kemur, eða hvað? Manni verður hálf bumbult af að lesa um þetta.

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hrokinn og sjálfsánægjan á þessum bæ er aldeilis ótrúleg, hann gefur öllu langt nef. En við sitjum uppi með þennan hrylling svo lengi sem Flokkurinn ákveður svo.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ótrúlegt að hegða sér svona og  telja sig svo yfir gagnrýni umboðsmanns hafinn. Það þarf að breyta stjórnarskránni til að draga úr gerræðisvaldi ráðherra.

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.3.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þarf ekkert að breyta stjórnarskránni vegna þessa manns, bara að hætta að kjósa hann.

Soffía Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 09:29

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Soffía, þú kemur þarna með góðan punkt, það er bara svo undarleg sálin í þessari þjóð. Það kjósa svo margir Flokkinn sinn og/eða pabba síns, að það væri sama þó það væri settur hundur í framboð, hann yrði kosinn ef fólkinu væri sagt að svo ætti það að vera, sérstaklega í þessum flokki.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 09:55

6 identicon

Hvernig væri nú að koma af stað undirskriftalista þar sem krafist er afsagnar þessa manns. Framkoma hans undanfarið er með ólíkindum og ég tel það tímabært að almenningur komi óánægju sinni með framferði hans á framfæri!!!

kv

Vaki

Vaki (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband