Það virðist alveg dagljóst Magnús.

Það eru langflestir á þeirri skoðun, að þetta sé vanhugsað skref varðandi samgöngur Eyjamanna, en Elliði og hans lið í Eyjum eru með þessa hugmynd á sinni könnu, þetta eða göng og ég get nú ekki séð hvernig því verður snúið núna á síðustu metrunum. Það er nú eitthvað sem hefði þurft að vinna í fyrir einum samgönguráðherra síðan eða svo. Allt komið á fulla ferð og það verða bara allir að dansa með.
mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss um að það séu flestir á þeirri skoðun að þetta sé vanhugsað, en eins og oft áður þá heyrist hæst í þeim neikvæðu. Siglingastofnun hefur sýnt fram á það með útreikningum að Bakkafjöruhöfn sé vel gerleg og rúmlega það og ágiskanir og neikvæðni geta ekki hnekkt þeim rökum.

Vestmannaeyingar er vel flestum meinilla við að vera sjóveikir í Herjólfi því langfæstir þeirra eru starfandi sjómenn. Þá eru ótaldir aðrir þeir sem ferðast til Eyja. Þessir aðilar eru mjög fegnir að sjóferðin styttist úr tæpum þremur klukkustundum niður í 30 mínútur. Þetta er stærsti hluti þeirra sem ferðast með Herjólfi. Hraðskreiðari ferja fer ekki hraðar en núverandi skip í slæmum veðrum þannig að Vestmannaeyingar myndu áfram sitja sjóveikir í ferju og vera lengi á leiðinni. Svo má einnig spyrja, úr því að Magnús óskapast yfir því að ferðatíminn styttist lítið; afhverju ættu Eyjamenn að geta komist á styttri tíma til Reykjavíkur heldur en þeir sem búa á Hvolsvelli? En Magnús getur trútt um talað þar sem hann þarf aldrei að ferðast með ferjunni.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er nú alger umsnúningur á staðreyndum, finnst mér Guðmundur. Það hefur nefnilega ekkert heyrst í þeim mikla fjölda sem er svipaðrar skoðunar og Magnús, þeir eru bara að koma út úr skápnum núna, allt of seint. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort höfnin þarna verður góð, vonum það besta.

Það er hægt að stytta leiðina um 15-20 mín. með því að fara vestur fyrir og þar á eftir er lítið mál að fá skip sem gengur 18 mílur+ og er undir 2 tímum.

Þetta eru hinsvegar allt gagnslausar vangaveltur, málið er komið að framkvæmdastigi, þökk sé "frystihúsaíhaldinu".

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.3.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband