5.4.2008 | 21:47
"Heilsuvörufyrirtækið" LÝSI hf.
Undanfarin kvöld hef ég gengið í hús nágranna minna til að safna undirskriftum gegn starfsleyfi til handa þessu fyrirtæki hér í Þorlákshöfn. Það er ekki að orðlengja það, í huga flestra tengist nafn Lýsis við vörur tengdar heilbrigði og hollustu. En í Þorlákshöfn er annað uppi, hér tengja allir fyrirtækið við ýldu og óþef ásamt afar leiðinlegum samskiptum við íbúana.
Ástæða þess að fyrirtækið hefur starfsleyfi yfir höfuð í dag virðist vera einhver óútskýrð tengsl eigendanna inní Heilbrigðiseftrirlit Suðurlands, sem eru þess valdandi m.a. að ef kvartað er yfir viðbjóðinum þá fyrtast starfsmenn stofnunarinnar við og senda fólki tóninn. Síðast þegar "heilsuvörufyrirtækið" fékk endurnýjað starfsleyfi var sótt um leyfi til 18 mánaða en "Heilbrigðiseftrilitið", þrátt fyrir áköf mótmæli íbúanna gaf LÝSI hf. leyfi til að moka yfir okkur ýldu og viðbjóði í 48 mánuði. Til allrar Guðs lukku kom umhverfisráðherra á svæðið og kippti þessu í liðinn og færði leyfið til 18 mánaða. Þar sitjum við núna og ekkert virðist geta forðað því að þessi vesalings staður verði enn um sinn frægur um heiminn fyrir þessa viðbjóðslegu ýldupest og úthlutað verði starfsleyfi fyrir þessum viðbjóði, LÝSI hf.
Ég vil ráðleggja öllum sem hafa einhvern snefil af sjálfsvirðingu að hætta að kaupa vörur skítmokaranna. Sjálfur hef ég fram á síðustu ár tekið Lýsi hvern morgunn frá barnsaldri, en nú hef ég fundið aðra vöru sem mér finnst fullt eins góð, ef ekki betri og er unnin úr selspiki og fæst í öllum betri verslunum og apótekum. Hér er um að ræða POLAROLJA og vil ég fullyrða að hún kemur fullkomlega í stað afurða LÝSIS og meira en það ef fólk þjáist af liðagigt til dæmis.
Það er algerlega fáránlegt finnst mér, að halda á við að kaupa afurðir fyrirtækis sem vinnur með þeim hætti sem LÝSI hf. gerir, ég get allavega ekki fundið mig í að styðja við bakið á þeim sem gefa mér og mínum fingurinn eins og LÝSI hf hefur gert og lái mér hver sem vill?
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr. Orð í tíma töluð!
Hlíf Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:01
sammála síðasta ræðumanni það er löngu orðið tímabært að það sé hlustað á þá sem þurfa að búa við þessa annars ömurlega skítapest !
Sigrún Huld (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:16
Hafsteinn hverju bístu við að Stjórn og forstöðumönnum Heilbrigðiseftirlits, dettur þér í hug að þeir starfi eða framkvæmi neitt, í starfsleyfis og eftirlitsmálum sem gengur á móti ríkjandi stjórn, þeir gera einungis eins og þeim er sagt, og hafa aldrei beitt sér nema geng aumingjum, sem eiga sér ekki neinn málssvara hjá ráðamönnum.
Heilbrigðiseftirlitið er að mestu leyti bara féþúfa á allmennan rekstur, og að skaðlausu mætti loka því á morgunn. Stjórnendur og Forstöðumenn eru öll ráðinn á pólítískum forsendum aðalega framsókanrmönnum, þar eins og víðar þyrfti að lofta út.
Lýsi hf, er eins og þú veist merkilegt fyrirtæki, og ekki síst fyrir það að hafa að hafa í áratugi getað stjórnað verðmyndun á verði lifrar, og hverir mættu bræða. Gerðu upp í áratugi eins og samvinnufélag, tóku fyrst fyrir öllum framleiðslukostnaði, og því sem þeim þótti hæfa taka með í reksturinn, og greiddu síðan uppbót til framleiðenda árið eftir. Lýsi var eitt sterkasta félag í áratugi, en í 20 ár á logaði allt þar í deilum milli eigenda, sem gerði það nær gjaldþrota á tímabili, auk þess sem samkeppni varð um lifrina, og kemur Katrín úr þeim armi fjölskyldunar er bræddi í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum, undir nafninu eyjalýsi að mig mynnir.
Fiskþurkunarmálið ætti að vera auðleyst, ef vilji þeirra sem ráða í raun er til staðar, annars verður þetta bara tekið sem leiðinda kvabb í þér og fl.
haraldurhar, 11.4.2008 kl. 00:49
Já þetta er laukrétt Haraldur. Nú var ég að frétta að Elsa þessi, (örugglega framsóknarafleggjari) sem fer fyrir hollustunni á Selfossi og ver þennan viðbjóð, sé skólasystir eða vinkona Katrínar. Svo það er ekki að undra þó hún rífi kjaft þegar hringt er og kvartað.
Þetta er dálítið skondin staða. Hér berjast bæjaryfirvöld með okkur í þessu og vilja lokun. Mér skilst hinsvegar að á Vesturlandi vildi Heilbrigðiseftirlitið vinna með fólkinu, en bæjaryfirvöld á Akranesi lögðust á sveif með Laugafiski, þannig að leyfið var endurnýjað.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 01:09
Sæll Hafsteinn.
Þar sem bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn, styðja málstað ykkar er viljið breytingar á rekstri hausaþurkunnar, þá álít ég að sterkast væri að Þorlákshöfn nálgaðist málið með því að fara fram á stjórnsýsluúttekt á störfum Heilbrigðiseftirlitsins, og þá með í huga áragnur í stafi og meðferð fjármuna. Það á ekki að koma embættismönnum né stjórn stofnunar að ganga þvert á vilja umbjóðenda sinna, og svara fólki með skætingi. Þetta eru nú ekki stórir bógar þegar á reynir.
haraldurhar, 11.4.2008 kl. 11:49
Þetta er mjög góð hugmynd Haraldur og raunar mjög eðlileg krafa bæjarfélagsins í framhaldinu, ef þetta fer á versta veg.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 11:55
Jaha nú skil ég sjónarmið íbúanna betur eftir þessa lesningu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.