9.4.2008 | 16:19
Það var mikið að það kom hljóð af viti úr þessu horni!!!
Þetta er bara kortéri of seint, allur undirbúningur á lokastigi og það kæmi virkilega á óvart ef einhverju yrði um þokað þarna. Hvar var þetta fólk þegar bæjarstjórnin þeirra lamdist um á hæl og hnakka við að berja á Sturlu að klára frumvarp um Bakkafjöru í gegnum þingið í aðdraganda kosninga?
Nei, ég ætla nú að veðja á það að lög um þessa dellu verði látin fram ganga, til stórra vandræða fyrir framtíðina. En vonandi kem ég til með að hafa rangt fyrir mér.
Safna undirskriftum gegn Bakkafjöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafsteinn afhverju eru menn á móti því að gera höfn í Bakkafjöru?
Er þetta ekki eina raunhæfa leiðinn til að vera með hagkvæmar samgöngur við Vestmannaeyjar?
haraldurhar, 9.4.2008 kl. 16:33
Nei Haraldur, það er því miður held ég meiri líkur en minni á því að þar verði fleiri dagar sem ekki er siglt en nú til Þorlákshafnar, það er stærsta málið, óöryggi.
Ég held það hefði átt að setja þessa peninga sem á að spreða í þetta í hafnirnar í Eyjum og Þorlákshöfn og byggja nýja ferju, stærri og öflugri. Sama fjárfesting en meira öryggi og sami tími til Reykjavíkur, þangað sem flestir eru að fara.
Það sem ég er hinsvegar ekki sáttur við í þessu tilskrifi Magnúsar og félaga er það, að núverandi ríkisstjórn hafi sett þessa ræpu af stað, algerlega fráleitt bull og ósannindi. Eyjamenn með Elliða bæjarstjóra og félaga í sjálfgræðisflokknum börðu þessa ráðstöfun í gegn, með frekjuna eina að vopni.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 16:59
Og ekki gleyma suðurströndinni og sandburðinum þarna, ég er á því að ef þessi ófögnuður, sem ferjuhöfn í Bakkfjöru er, verði tilbúin að vori til, geti hún virkað þokkalega fram undir haustið en þegar veturinn kemur þá verði ferðirnar æ færri uns "höfnin" verður alveg ófær og með öllu ónothæf næsta vor og þar standi bara eftir minjar um ævintýri sem fór í vaskinn (eins og hjónabandið hjá heita og kalda krananum).
Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 17:13
Eg sem hélt að það væri hægt að byggja stórskipahöfn á Bakkafjöru, alveg eins og td. gert er í Esbjerg.
Varðandi fragt og fólksflutinga til Eyja, þá hlítur að vera takmörk á því hvað hægt er að spreða miklum fjármunum í rekstur og byggingu á ferju. Því eins og nú horfir þá get ég ekki séð að þörf fyrir nema 500 til 700 íbúa í Eyjum. Öll útgerð að leggjast af, nema hjá örfáum stórum útgerðum, er landa stærstum hluta aflans í gáma eða frysta um borð. Með óbreittu fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða tel ég nær að greiða núverandi íbúum flutingstyrk til að flytja upp á fastalandið.
Hámark hnignunar Vestmannaeyja fannst mér í vetur nú á hávertíðinni, að verið var að setja upp skrásetinarstofu fyrir þjóðskjalasafn þar, segir það ekki allt sem segja þarf.
haraldurhar, 9.4.2008 kl. 17:28
Ég held að það sé sandburðurinn og þessi gríðarlega hreyfing á efninu þarna í fjörunni sem er öðruvísi en í Esbjerg
Það er alveg rétt, það þarf ekki mjög margt í kringum þessa örfáu gámabáta "græðgisvæðingar" og Magga og uppsjávarveiðarnar.
Það segir eiginlega óþarflega mikið held ég.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 17:37
Spurning um að skoða þessa möguleika nánar
JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/
Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.4.2008 kl. 18:17
Takk fyrir þetta innlegg Kjartan...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.