Mengunarvarnarbúnaður við lifrarbræðslu???

Ef Katrín ætlar að segja okkur að það sé einhver búnaður til varnar mengun við lifrarbræðsluna hér í Þorlákshöfn þá er mér öllum lokið. Djöfulleg er ýldupestin af hausadraflanum en hún slær hana út á stundum frá hinum viðbjóðinum. Svo það þarf ekki frekar vitnanna við, enda er nákvæmlega sama hvaða turnar eru settir þarna upp, úldið og skemmt hráefni er viðbjóður og verður alltaf. Ógeðið sem fram fer utan við kofana þegar verið er að taka "hráefni" í hús úr gámunum, er nú nóg til að allt venjulegt fólk með lyktarskin fær æluna uppí kok. Síðan er draflanum af planinu spúlað útí götu að loknum aðgerðum. Lyktinni á svæðinu á svona degi er ekki hægt að koma til skila á prenti....Devil

Þessu skítabakaríi verður að loka ekki seinna en strax, allt annað er algerlega óásættanlegt fyrir íbúa Þorlákshafnar.

Það hefur enginn haft uppi nein ósannindi um þetta fyrirbæri, enda er það ekki hægt, sannleikurinn er svo lygilegur. Það er hægt að standa við hvar og hvenær sem er.


mbl.is Hefur ekki fengið leyfi til að setja upp mengunarvarnabúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Hafsteinn er fyrirhugað að setja þvottatunrna á útloftun á þurkuninni? en það er nokkuð augljóst að erfitt er að hemja lykt frá úldnu hráefni, mér er ekki klígugjarn, og finnst jafnvel lykt frá fiskimjölsverksm góð, ef brætt er eða malað fersk hráefni, en lykt frá hægþurkandi úldnu hráefni hefur nær komið mér til að æla.

   Væri ekki ráð að kalla á forstöðumann Heilbrigðiseftirlitsins og jafnvel stjórnarmann eftirlitsins til fundar á vettvangi, og hafa hann bara nokkuð langan til að sjá hvort þau teldu nú þetta bara nokkuð heilsusamlegt.  Það var feill að ykkar hálfu að mínu mati að vera afhenda undirstkriftalistana á skrifstofunni, í stað þess að gera það í hausaverkunarverksmiðjunni.

   Varðandi eyðingu á lykt í útloftun frá þurkun hausa eða bræðsla með vatni, verður mér ætíð hugsað til orða Tryggva Ófeigssonar, er hann sat fund með verkfræðinum, þar sem þeir vildu leiða reykinn í gegn um vatn eða gufu, og Trygga leist nú ekki alveg á röksemdirnar, og spurði viðstadda hvort þeir hefðu aldrei rekið við í baði.

haraldurhar, 14.4.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

..Það er líka svo svakalegur viðbjóður á hlaðinu hjá þeim þegar þeir eru að taka ýlduna úr gámunum og allt svæðið útbýjað, það er of stórfenglegt til að hægt sé að lýsa því.

En sennilega þarf maður að hafa verið kosinn "bissnisseitthvað" ársins til að sjá ekki hvað þetta er vonlaust?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.4.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: haraldurhar

  Þess þá heldur að kalla á þá á fund á staðnum, þetta eru nú einu sinni launafólk hjá þér, en þú ekki hjá þeim.  Það þarf að draga þetta fólk út af skrifstofunni.

haraldurhar, 14.4.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann var nú ekki mjög alúðlegur hann Birgir þessi þegar ég hringdi í hann síðast og sagði mér reyndar að ég ætti að þakka fyrir að annað eins þjóðþrifafyrirtæki væri tilbúið að vera með rekstur á svæðinu. Ég bauð honum skítabakaríið á Selfoss og þar lauk samtalinu..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.4.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Vignir Arnarson

HVERN ANDSKOTANN HÖFUM VIÐ ÍBÚAR ÞORLÁKSHAFNAR EIGINLEGA GERT ÞESSUM 1/2 VITA???? 

ÞAÐ VIRÐIS VERA ALGJÖRT MARKMIÐ HJÁ HONUM AÐ ÞETTA FYRIRTÆKI FARI EKKI HÉÐAN,SPURT ER HVAÐ ÆTLI FEITA GYLTAN LEGGI MIKIÐ INNÁ HANN TIL AÐ ENDURNÝJA LEIFIÐ? 

Vignir Arnarson, 15.4.2008 kl. 11:01

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það virðist ljóst, að það eru einhver tengsl frá LÝSI hf. inní Heilbrigðiseftirlitið eða nefndina þarna á Selfossi. Það þarf kannski að fá lögmann til að skoða samskiptin og afgreiðslurnar til að finna út hvað er í gangi.

Ég er hinsvegar nokkuð viss um að vaxtarlag eigendanna hafa ekkert með málið að gera..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

ullabjakk. Ég var að vinna í 3 á í verksmiðjunni á Akranesi þannig að ég þekki þessa lykt mjög vel og hef kynnst henni alltof náið.

Davíð Þorvaldur Magnússon, 15.4.2008 kl. 13:31

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Davíð, því trúi ég, það eru ekki of góðar lýsingarnar þaðan stundum. Ég held samt að engin þurrkstöð leyfi sér aðra eins umgengni um "hráefnið" eins og hér er gert. Ég held að ís eða kæling sé ekki til í þeirra bókum og þetta er bara allt of gamalt þegar það er tekið til þurrkunar og þá er alveg sama hvað er gert, að mínu mati.

Auðvitað vitum við um þurrkstöðvar sem reknar eru undir ákveðnum kröfum um hráefni og meðferð, ásamt því að dreifa ekki drullu um allt. Mér er efst í huga þurrkstöðin á Húsavík, ég ætlaði nú bara að efast um að slík væri þar sem mér var á hana bent, hér væri enginn að kvarta ef slík væri umgengnin.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 13:57

9 Smámynd: haraldurhar

   Hver er þessi Birgir er þú hrindir í?  Eg vissi ekki betur en Elsa Ingjaldsdóttir færi forstöðumaður og Jón Vilhjálmsson form. stjórnar heilbrigðiseftirlisis, bæði trúir og gegnheilir framsóknarmenn, sem eru eins og við vitum ávallt opnir í báða enda.

   Eg kann eitt ráð handa þér í þessu máli það er það bara tala við toppinn á tréinu, en ekki naga ræturnar.

haraldurhar, 16.4.2008 kl. 10:24

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Birgir þessi er sá sem fer á vettvang, það er rétt að Elsa fer fyrir "sjoppunni" og hún er nú sú sem flestir hafa verið að mjálma í, en mér var vísað á að bíða eftir Birgi því hann væri að koma af vettvangi, sem stóð heima. Í það skiptið var það reyndar þurrefnisvinnsla í lifrarbræðslunni sem allt var hér að drepa. Hann lýsti mikilli hrifningu með það apparat. Held að það hafi verið gert eitthvað samkomulag þar um að vinna bara í þeim áttim að ekki standi vindur á bæinn. Hann á það hinsvegar til að snúa sér.

Já nú er mikill slagur í gangi, lögmaður Skítmokaranna búinn að senda hótun um málssókn á einn vegna blaðaviðtala og svona eitt og annað. Þetta getur bara orðið skemmtilegra. Einhver taugaveiklun í gangi sem er bara góðs viti..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband