Fregnir af "Þvaglegg löggu"

Hér er frétt af máli einu sem "stjörnusýlumaðurinn Þvagleggur" startar vegna fólks sem lenti í bílslysi í umdæminu á síðastliðnu ári. Það er ekki vandi að taka undir með henni Helgu og öðrum sem tjáð hafa sig um þennan framgang, maður gæti haldið að tíma fólks væri betur varið í löggæslu og fyrirbyggjandi aðgerðir en svona fíflagang. Þetta segi ég vegna þess að ég hef nýlega gengið í gegnum svona hrylling og get fullyrt að þetta er ekki eitthvað sem fólk sem hefur lent í miklu áfalli eins og slys oft eru þarf á að halda, kannski í framhaldi af meiðslum, áfallahjálp og allskonar áföllum tengdum slysi. Mér finnst hinsvegar meira rannsóknarefni það erindi sem hann hefur með mörg þessi mál hjá dómurunum á Selfossi og finnst virkileg ástæða til að það sé skoðað. Álit mitt og traust á dómskerfinu er allavega ekki upp á marga fiska eftir þessar hremmingar, svo mikið er víst.

Hann segir hér pilturinn að þeir leggi mikið uppúr sýnilegri löggæslu og að þetta sé partur af henni, það er vandi að vera honum sammála um það. Á sama tíma hefur löggæsla verið nánast aflögð á fjölmennum stöðum í umdæminu, svo sem hér í Þorlákshöfn hvar löggæslumenn eru afar fáséðir. Fyrir daginn í gær hafði ég séð slíka hér fjórum sinnum frá áramótum, en þeir sáust hér jafn oft í gær, (það hefur sennilega verið rassía í gangi.) Og svörin ef hringt er eru stórkostleg, "það þýðir ekkert að vera að eltast við þetta því þeir eru allir horfnir um leið og við komum á svæðið", það fannst mér hinsvegar góð og fyrirbyggjandi löggæsla en þeir eru ekki á sama máli á Selfossi.

mynd
Ólafur Helgi Kjartansson.

Þórir Hall Stefánsson var á þriðjudag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkamsmeiðingu af gáleysi gagnvart konu sinni, með gáleysislegum akstri.

Kona Þóris, Helga Jónsdóttir, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún lýsti því hvernig hún reyndi að fá sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson, til að falla frá kærunni, en án árangurs. Ekki kom fram í grein Helgu að dómur er fallinn.

Helga spyr í grein sinni hvort mismunandi sé tekið á málum á milli sýslumannsembætta.
Athugun Fréttablaðsins leiðir í ljós að mikil fjölgun hefur orðið á málum sem koma inn á borð lögreglunnar á Selfossi. Eins og sést á myndinni til hliðar voru þau 204 árið 2001, en 632 árið 2006, en nýrri tölur liggja ekki fyrir. Þessi mikla aukning er langt yfir landsmeðaltali, þar sem málum hefur fækkað á sama tíma úr 8.173 í 7.701. Ólafur tók við embætti á Selfossi í upphafi árs 2002.

Ólafur segist ekki vita hvort óeðlilega mikið sé um mál hjá embættinu á Selfossi. Hann minnir á að embættið er gríðarlega stórt; það nær frá brekkunni vestan við Litlu kaffistofuna, austur að Þjórsá og að Kerlingarfjöllum. „Hjá okkur hefur mikill metnaður verið lagður í sýnilega löggæslu og þetta segir væntanlega eitthvað um dugnað lögreglumanna. Við erum að skoða betur af hverju aukningin stafar," segir Ólafur Helgi.

Árið 2006 lauk 88,8 prósentum mála hjá lögreglustjóranum á Selfossi með ákæru, en 74,3 prósentum yfir landið allt. Ólafur Helgi segir að mál eins og Þóris séu alltaf erfið. Eftir vandlega íhugun hafi verið ákveðið að ákæra í samræmi við gildandi lög og venjur. „Það verður að gæta samræmis í því sem gert er. Þetta er því miður ekki fyrsta ákæran sem gefin er út af mér þar sem ættingjar eða maki koma að málinu," segir Ólafur.

Hann minnir á að farið hafi verið fram á vægustu refsingu. Tekið sé tillit til fjölskyldubanda „Í nútímaþjóðfélagi er almennt litið svo á að hjón séu tveir sjálfstæðir einstaklingar og það á enn frekar við þegar fólk er ekki í búskap. Menn geta svo spurt sig hvort eðlilegt sé að yfirvöld séu þannig að þau láti undan þrýstingi og einnig hvort eðlilegt sé að beita lögleg yfirvöld svona þrýstingi."
Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist fullharkalega fram gengið í málinu. „Rétt hefði verið að leita allra leiða til að fara vægar í sakirnar."kolbeinn@frettabladid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband