Held það sé ekki hægt að hafa meiri spennu í fótboltaleik.

En það er örugglega sárt eins og sjá mátti á fyrirliðanum Terry að tapa leiknum með þessum hætti. Leikurinn var köflóttur og bæði lið áttu sína spretti en að sjálfsögðu fannst mér niðurstaðan sanngjörn.
mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Chelsea voru nú töluvert betri í leiknum sjálfum. Man Utd voru á hælunum í 70 mínútur. Algerlega hlutlaust mat.

Eitt er samt alveg á hreinu: Ronaldo þolir ekki pressu.

Frábær leikur og stórkostlegur sigur fyrir ensku knattspyrnuna. 

Ólafur Björnsson, 21.5.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Vorum við ekki að horfa á sama leikinn? Þeir áttu slaka kafla í leiknum en 70 mínútur er nú alveg útí loftið finnst mér og tölfræðin yfir leikinn staðfestir það tel ég uppá.

En leikurinn var fín skemmtun og rosalega spennandi..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta var öruggt frá upphafi. Meira grínið í Ronaldo.

Víðir Benediktsson, 21.5.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til lukku félagi ég vissi þetta á undan þér....

Hallgrímur Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Takk, takk.. ég var orðinn eins og Abramovich, gat varla horft á spyrnurnar. Ronaldo átti helvíti bágt meðan ekki var ljóst að þetta hefðist. Maður hefur séð hann taka einmitt svona spyrnur og ná með þessu lagi að koma markverðinum úr jafnvægi, en Check lét bara ekki plata sig.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2008 kl. 22:34

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Meistaraheppni er alþekkt fyrirbrigði... þannig var það núna. - Mér fannst Chelsea eiga betri leik en hafði samt alltaf á tilfinningunni að United myndi vinna....skot í stöng,,,,þverslá....ekkert gekk....dómarinn að sleppa augljósum hornspyrnum...os.frv... en til hamingju gæskur....mörkin telja...áfram Arsenal. - Nú snúum við okkur að fótboltanum hérna heima...Áfram Skagamenn!!  - kveðja Halli.

Haraldur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Chelsea átti vissulega góða spretti, ekki spurning og takk fyrir.

Ég er sammál með Skagamennina, hef haldið með þeim í 40 ár eða meira og nú finnst mér þeir til alls líklegir...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2008 kl. 23:03

8 identicon

Auðvitað er hægt að hafa meiri spennu í fótboltaleik, ISTANBUL 2005!!

Annars frábær fótboltaleikur, ég verð að segja að Drogba átti þetta skilið, hann er skúrkurinn að mínu mati. Hver veit hvað hefði gerst ef (alltaf þetta ef) hann hefði ekki fengið rautt.

Þráinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:16

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var jafn og skemmtilegur leikur en þessi svokallaða meistaraheppni var utd og því segi ég til hamingju með Evrópumeistaratitilinn Hafsteinn.

Ég vorkenni Terry en svona er nú boltinn

Óðinn Þórisson, 22.5.2008 kl. 08:16

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Takk fyrir það Óðinn, þessi leikur verður lengi í minnum hafður.

Já Terry karlinn verður vonandi ekki lengi að jafna sig á þessu en þetta var rosalega sárt fyrir hann, hann var sjálfsagt að kenna sér um, en svona gerast kaupin...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 08:27

11 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

þessi leikur var frábær ég veit hvað ég stökk oft upp úr stólnum og hellti kaffinu og ég veit ekki hvað gekk ekki á þvílík spenna,þvílíkt fjör. Með betri leikjum sem ég hef séð.Roman   vinur minn og félagi var held ég jafn spenntur og ég.Til hamingju M.U.T.D menn vona að við sjáum jafn skemmtilega leiki á næsta ári.

Davíð Þorvaldur Magnússon, 22.5.2008 kl. 18:43

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nei Árni minn, sem betur fer vann betra liðið. Það er ekki alltaf þannig, því miður.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.5.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband