Og þykja nú varla tíðindi?

Það verður að segjast eins og er að þessa niðurstöðu hafa flestir Íslendingar séð fyrir sér allar götur síðan tilboð "frystihúsaíhaldsins" kom fram. Svo langt frá áætlunum var tilboðið að það gat aldrei verið ásættanlegt og jafnvel ekki eftir alla þá yfirlegu sem menn hafa gefið tilboðinu.


mbl.is Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hafsteinn

Ég held að það megi ekki gleyma því að áður en að útboði var komið gerði Siglingastofnun kostnaðarmat miðað við þáverandi forsendur fjármálamarkaðarins.  Eftir það hrundi hann og möguleikar og skilyrði fyrir lántöku hafa versnað svo um munar.  Þegar kom að tilboðsgerðinni var lífsins ómögulegt að útbúa tilboð í líkingu við kostnaðaráætlun, eins og sást best hversu góðar undirtektir útboðið fékk.  Útboðið fór í forval, fjórir voru valdir og aðeins einn skilaði inn gildu tilboði.

Að skella skuldinni á "frystihúsaíhaldið" og einhverri ímyndaðri græðgi þeirra er ódýr lausn og langt í frá að vera nálægt hinu sanna.

Mér sýnist frekar að hér sé um að ræða að hið opinbera neitar að horfast í augu við kostnaðaraukann sem varð með verri stöðu fjármálaheims.  Stofnanagæðingar ætla sér að halda kosnaðinum við úr sér gengna kostnaðaráætlun og fyrir vikið verður hin ferjan sem ríkið ætlar að smíða, skorið við nögl og úr sér gengið eftir fimm ár.  Ég gæti best trúað að hér sé í uppsiglingu ekki minna mál en Grímseyjarferjuævintýrið.

Janus (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:17

2 identicon

Nákvæmlega Janus, menn verða að horfa á málið í heild sinni og er þetta einkar skrítin þessi afstaða hjá hafsteini, svo er ekki nóg með að fjármálamarkaðurinn hafi hrunið milli þess þegar útboðsgögnin lágu fyrir og þegar fyrirtækin áttu að skila inn tilboðum að þá hefur orðið sprenging á olíuverði og það segir sig sjálft að olíuverð er einn stærsti útgjaldarliðurinn í rekstri á svona skipi og því hlýtur sú tala að hækka þetta tilboð mjög mikið sérstaklega í ljósi þess að um var að ræða rekstur til 15 ára og það vita þeir vel sem að þessu tilboði stóru en þeir voru fleiri en "frystihúsaíhaldið", VSV rekur nú 8 skip í dag og gera sér því væntanlega fullvel grein fyrir hvað kostar að reka svona skip.. Það væri nær að menn eins og Hafsteinn kynntu sér málin áður en þeir fara að gaspra vankunnáttu sína fram á alnetið.

kveðja

Guðmar.

Guðmar (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já er það tilfellið, að tilboð Eyjamanna sé svo hátt vegna þess að Binni sjái svona miklu lengra en aðrir í olíuverðinu? Það ætla ég að leyfa mér að draga í efa og þarf ekkert að kynna mér það sérstaklega og er nokkuð viss um að þessi kúrs sem samgönguyfirvöld eru að taka þarna er hárréttur eins og staðan er.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.5.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband