Olíustyrkir?

Hvurslags blaðamennska er nú þetta? Fyrst blaðamanni tókst nú að kreysta þá fullyrðingu uppúr stórforstjóranum að allir aðrir en hans útgerð fái hjálp í formi olíustyrkja var að sjálfsögðu algert forgangsmál að láta manninn útskýra hvernig þeim væri háttað. Mér segir nefnilega svo hugur að hann sé að bulla um eitthvað sem hljómar sennilega en hann veit ekkert um. Ég er t.a.m. nokkuð viss um að ekki er hægt að finna neina "olíustyrki" í Færeyjum, veit ekki um rússa eða spánverja, en Eggert þessi veit kannski eitthvað sem við ekki vitum varðandi það og þar hefði átt að koma til kasta alvöru blaðamanns.
mbl.is Olíuverð minnkar veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hef ég heyrt um neina olíustyrki hjá öðrum þjóðum og ég tek undir með þér að maðurinn sleppur "billega" með þetta blaður sitt.  En ekki er ég á því að olíuverðið sem slíkt valdi því að minni veiði er á "Hryggnum", veiði hefur verið að dragast saman undanfarin ár og þegar svo er þá sjá færri útgerðir sér hag í því að senda skipin þangað.

Jóhann Elíasson, 28.6.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er sárt fyrir LÍÚ forstjórana að horfast í augu við veruleikann.

Þetta er allt meira en búið.

Níels A. Ársælsson., 28.6.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Íslenska útgerðin fær olíustyrk. Sjómenn eru einu launamenn landsins sem taka þátt í rekstrarkostnaði vinnuveitanda með því að taka þátt í olíukostnaði. Þetta tíðkast örugglega hvergi annars staðar.

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held Haraldur, að það sé tekinn frá kostnaður áður en skipt er upp bæði í Færeyjum og Noregi. En ég kannast ekki við olíustyrki frá hinu opinbera.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 14:56

5 identicon

Drengir 

Ég hef nú grun um að hann hafi átt við Evrópusambandsskipin sem voru á veiðum þarna, það var verið að hækka styrki til þeirra

Hlýri 

Hlyri (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Að hann hafi átt við þrjú af þessum 20 skipum? Það er hugsanlegt og hver er olíustyrkur þessara þriggja þá?

Nei veistu Hlyri, að ég held að hann hafi ekki átt við neitt sérstakt, hann bara hendir þessu fram í þeirri trú að það sé enginn að lesa þetta með neinni hugsun.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 18:13

7 identicon

Sæll Hafsteinn

Ætli hann hafi ekki átt við þetta

http://www.skip.is/frettir/nr/11882

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 19:29

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hugsanlegt Hlyri en þetta ætti þá bara við þessa þrjá Spánverja en ekki Rússa eða Færeyinga, þar eru engir olíustyrkir sem ég veit til?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband