Mannsbragur að þessum vinnubrögðum.

Það er óhætt að taka undir með Reyni Traustasyni í þessu skrifi. Það er ekki á hverjum degi sem næst til drullusokkanna sem bera ábyrgð á skepnuskapnum sem innflutningur og fjármögnun fíkniefna er. Vonandi að svona dæmum fjölgi, þjóðin þarf svo sannarlega á því að halda. Það væri óskandi að bræður þessir komi sem fyrst undir sig fótunum á ný, mér finnst þeir eiga það skilið.

 "Bræðurnir Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir urðu uppvísir að þeirri ógæfu að flytja inn fíkniefni. Báðir eru þeir venjulegir Íslendingar sem lifðu að mestu leyti borgaralegu lífi. Tilvera þeirra var í föstum skorðum þar til upp komst um aðild þeirra að smygli á gríðarlegu magni af kókaíni.

Þeir urðu uppvísir að glæpnum og heimur þeirra hrundi. Í viðtali í DV kemur fram að peningagræðgi og fíkn réðu því að þeir létu tilleiðast. Það er engin ástæða til að vorkenna bræðrunum vegna þess að þeirra bíður fangelsisvist. En það er önnur hlið á máli þeirra. Þeir sögðu til höfuðpaursins í málinu. Til þess þarf kjark og sumir myndu segja fífldirfsku. Þekkt er úr fíkniefnaheiminum að þeir sem „kjafta frá“ verði fyrir grimmu ofbeldi og líf þeirra í hættu.

Þetta vissi Idol-stjarnan Kalli Bjarni sem stóð í sömu sporum og Ari og Jóhannes Páll. Kalli Bjarni valdi leið heigulsins og neitaði að segja hver eða hverjir stóðu að baki honum. Undir liggur að engin iðrun sé til staðar. Þar við situr. Bræðurnir sýndu kjark með því að játa undanbragðalaust og hjálpa lögreglu til að upplýsa málið. Þessu má ekki gleyma þegar samfélagið gerir upp sakirnar. Þegar afplánun er lokið verður fólk að gefa þeim tækifæri til að fóta sig að nýju.

Ef einhvern tímann er ástæða til að gefa mönnum uppreist æru þá er það í þeirra tilviki. Og samfélagið þarf að tryggja þeim skjól í þeim háska sem þeir standa frammi fyrir í dag vegna uppljóstrunarinnar. Til að segja til höfuðpaurs í fíkniefnamáli þarf hetjulund. Leið heigulsins er auðveldari en sú grýtta leið að iðrast og upplýsa."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband